Slökkvilið Dalabyggðar, lögregla og sjúkraflutningamenn voru kvödd að dvalarheimilinu Fellsenda í Miðdölum í gærkvöldi eftir að þar varð vart við reykjarlykt.
Hvergi sást þó eldur, en eftir mikla leit kom í ljós að glóð var í niðurfalli utandyra, en í það kasta vistmenn jafnan sígarettustubbum að reykingum loknum og skolast þeir þaðan.
Stubbarnir hafa hinsvegar hlaðist upp í niðurfallinu í þurrkinum að undanförnu og var komin glóð í allt saman. Hún var slökkt með vatnsfötu. Greint er frá þessu á vefsíðunni budardalur.is.
Stórútkall að dvalarheimili vegna reyks í niðurfalli

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.