Gagnrýnir Almannavarnir fyrir andvaraleysi Karen Kjartansdóttir skrifar 2. júní 2012 19:45 Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru." Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru."
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira