Gagnrýnir Almannavarnir fyrir andvaraleysi Karen Kjartansdóttir skrifar 2. júní 2012 19:45 Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru." Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru."
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira