Innlent

Ólafur Ragnar: Sextán ár nóg ef aðstæður væru eðlilegar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson í umræðunum í kvöld.
Ólafur Ragnar Grímsson í umræðunum í kvöld.
„Vissulega, í eðlilegum kringumstæðum og eðlilegum aðstæðum, þá væri það langur tími," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, aðspurður um það hvort ekki væri nóg að forsetinn sæti í sextán ár eins og hann hefur gert.Ólafur Ragnar sagði að verið væri að taka stjórnarskrá landsins í endurskoðun, flokkakerfið ætti í erfiðleikum og Alþingi nyti lítils trausts. Þá hefðu þrjátíu þúsund manns skorað á sig að halda áfram.„Það er kominn tími fyrir kynslóðaskipti . Þeir sem eru búnir að vera hér mjög lengi verða að fara að treysta á okkur næstu kynslóð til að taka við," sagði Þóra Arnórsdóttir þegar hún var spurð hvers vegna hún væri að bjóða sig fram til forsetaembættisins.Herdís Þorgeirsdóttir frambjóðandi sagði að hún hefði bakgrunn og reynslu sem gæti nýst í þetta embætti. Hún sagði að forseta ætti að sitja í átta ára að hámarki. „Vald spillir, þess vegna verður að setja öllum embættum mörk, þessu líka," sagði Herdís.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.