Innlent

Gerist næst árið 2247 - einstakt tækifæri að sjá Venus í kvöld

Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
„Næst þegar þetta gerist þá verður árið 2247 - þannig þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Klukkan korter yfir tíu í kvöld mun plánetan Venus ganga á milli sólarinnar og jarðarinnar - og eru Íslendingar í bestu stöðu í heiminum til að sjá það gerist.

Rætt var við Sævar Helga í Reykjavík síðdegis í dag. „Venus er miklu lengra í burtu en tunglið. Þetta er sjáanlegt, þú getur séð dökkan blett sem færist hægt og rólega yfir skífuna," segir hann.

„Þetta gerist á 100 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili," segir hann.

Þeir sem vilja sjá þennan einstaka atburð geta hitta á meðlimi Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness við Perluna í kvöld. „Þar verðum við með stjörnusjónauka og búnað," segir hann.

Hægt er að hlusta á viðtalvið Sævar Helga hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×