Innlent

Hundruð manna við Perluna að sjá Venus ganga fyrir sólu

"Þetta stenst heldur betur væntingar - þetta er æðislegt,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem staddur er við Perluna ásamt nokkur hundruð öðrum.
"Þetta stenst heldur betur væntingar - þetta er æðislegt,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem staddur er við Perluna ásamt nokkur hundruð öðrum.
„Þetta stenst heldur betur væntingar - þetta er æðislegt," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem staddur er við Perluna ásamt nokkur hundruð öðrum. Ástæðan er sú að plánetan Venus er að ganga fyrir sólu en slíkt gerist á 100 ára fresti, og þá tvisvar með 8 ára fresti.

„Það eru mjög margir hérna að taka myndir, nokkur hundruð manns sennilega. Ég vona að því finnist þetta jafn æðislegt og mér," segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu.

„Venus er að ganga fyrir sólina og það sjást einnig blettir á sólinni. Sólin er að sýna sínar bestu hliðar. Það eru nokkur ský sem eru aðeins að trufla okkur en við sjáum þetta vel þegar það koma lítil göt á skýin," segir hann.

Hægt verður að sjá plánetuna ganga fyrir sólu til tæplega fimm í nótt og segist Sævar ætla að vera allan tímann. „Ég ætla að reyna sjá þetta allt - þetta er svo flott."

Hægt er að horfa á útsendingu Norska ríkisútvarpsins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×