Innlent

Sæstrengur til skoðunar af fullri alvöru hjá báðum ríkjum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Heimsókn orkumálaráðherra Bretlands til Íslands staðfestir að sæstrengur milli landanna er kominn til skoðunar fyrir alvöru. Ráðherrann átti viðræður við utanríkisráðherra og Landsvirkjun um málið í dag.Breski orkumálaráðherrann, Charles Hendry, hóf daginn á ráðstefnu í höfuðstöðvum Arion banka. Þar sagði hann gríðarleg tækifæri felast í sæstreng milli landanna en forsendan væri sú að báðir aðilar sæju sér hag í verkefninu.„Frumkvæðið verður að koma frá framleiðslulandinu," sagði ráðherrann í viðtali við Stöð 2. „Það verður að ákveða að það vilji taka þátt í ferlinu og að það hagnist efnahagslega á því," sagði Hendry og bætti við að með sæstreng fengju báðar þjóðir betra orkuöryggi og hagstæð viðskipti.Í erindum á ráðstefnunni kom fram að sæstrengur myndi kosta yfir 300 milljarða króna og yrði í fyrsta lagi kominn eftir átta ár. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, leggur áherslu á að það sé aðeins verið að skoða verkefnið og það muni taka minnst tvö ár að meta kostina fyrir Íslendinga og Breta. Það sé hins vegar full alvara hjá báðum að skoða málið.Íslandsheimsókn breska ráðherrans undirstrikar þann þunga sem stjórnvöld beggja landa leggja nú í málið en eftir fund með Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra í gær ræddi Charles Hendry við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag, sem og við ráðamenn Landsvirkjunar, sem segja forsenduna að breið sátt ríki um sæstreng.„Þetta er það stórt verkefni og tekur það langan tíma og á margan hátt breytir það íslenskum orkumarkaði. Það er að okkar mati óráð að fara í verkefnið nema um það sé breið samstaða," segir forstjóri Landsvirkjunar.


Tengdar fréttir

Breta langar í hitaveitur og sæstreng

Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.