Catalina á leið til Íslands 22. maí 2012 21:00 Catalinan TF-ISK, Skýfaxi, sem Flugfélag Íslands átti frá 1948 til 1959 en þá var hún rifin á Reykjavíkurflugvelli. Flugmálafélag Íslands. Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. Flugbáturinn verður til sýnis við Hótel Natura, áður Loftleiðahótelið, milli klukkan 12 og 16 á laugardag, auk þess sem boðið verður upp á flugsýningar í lofti, þar á meðal listflug og nákvæmnisflug á þyrlu. Þar verða Fokker 50 Flugfélags Íslands, Dash-vél Landhelgisgæslunnar, Boeing 757 Icelandair og þristurinn Páll Sveinsson, auk fjölda annara flugvéla, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins. Catalina-flugbátar skipa veglegan sess í flugsögu Íslands en þeir voru notaðir hérlendis um tuttugu ára skeið, á árunum frá 1944 til 1963, hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiðum og Landhelgisgæslunni. Fyrsti Catalina-bátur Íslendinga var TF-ISP Flugfélags Íslands, kallaður Gamli-Pétur. Þessi flugvél var keypt frá Bandaríkjunum árið 1944. Hún varð fyrsta íslenska flugvélin til þess að fljúga milli landa þegar áhöfn skipuð þeim Erni Ó. Johnson flugstjóra, Smára Karlssyni flugmanni og Sigurði Ingólfssyni flugvélstjóra flaug vélinni heim frá New York í október 1944 ásamt tveimur Bandaríkjamönnum. Þessi flugvél flaug fyrsta millilandaflug Flugfélags Íslands sumarið 1945. Catalina flugbátar Flugfélags Íslands, Gamli-Pétur, Sæfaxi og Skýfaxi, og Loftleiða, Vestfirðingur og Dynjandi, áttu mikinn þátt í uppbyggingu innanlandsflugs á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Síðasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgisflugvélin TF-Rán. Hún var í notkun hérlendis frá 1954 til 1963 og kom hún mjög við sögu í þorskveiðideilum Íslendinga við Breta. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Catalina-flugbátur er væntanlegur til Íslands á fimmtudag og verður hann hápunkturinn á flugdegi sem Flugmálafélag Íslands heldur á Reykjavíkurflugvelli á laugardag í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Þetta verður í fyrsta sinn í áratugi sem almenningi hérlendis gefst kostur á því að skoða í návígi og sjá Catalinu á flugi, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, stjórnarmanns í Flugmálafélaginu. Flugbáturinn verður til sýnis við Hótel Natura, áður Loftleiðahótelið, milli klukkan 12 og 16 á laugardag, auk þess sem boðið verður upp á flugsýningar í lofti, þar á meðal listflug og nákvæmnisflug á þyrlu. Þar verða Fokker 50 Flugfélags Íslands, Dash-vél Landhelgisgæslunnar, Boeing 757 Icelandair og þristurinn Páll Sveinsson, auk fjölda annara flugvéla, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins. Catalina-flugbátar skipa veglegan sess í flugsögu Íslands en þeir voru notaðir hérlendis um tuttugu ára skeið, á árunum frá 1944 til 1963, hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiðum og Landhelgisgæslunni. Fyrsti Catalina-bátur Íslendinga var TF-ISP Flugfélags Íslands, kallaður Gamli-Pétur. Þessi flugvél var keypt frá Bandaríkjunum árið 1944. Hún varð fyrsta íslenska flugvélin til þess að fljúga milli landa þegar áhöfn skipuð þeim Erni Ó. Johnson flugstjóra, Smára Karlssyni flugmanni og Sigurði Ingólfssyni flugvélstjóra flaug vélinni heim frá New York í október 1944 ásamt tveimur Bandaríkjamönnum. Þessi flugvél flaug fyrsta millilandaflug Flugfélags Íslands sumarið 1945. Catalina flugbátar Flugfélags Íslands, Gamli-Pétur, Sæfaxi og Skýfaxi, og Loftleiða, Vestfirðingur og Dynjandi, áttu mikinn þátt í uppbyggingu innanlandsflugs á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Síðasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis var landhelgisflugvélin TF-Rán. Hún var í notkun hérlendis frá 1954 til 1963 og kom hún mjög við sögu í þorskveiðideilum Íslendinga við Breta.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira