Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 12:49 Nordic Photos / AFP Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. Stuðningsmenn franska liðsins sungu og trölluðu í leikslok en það var allt annað uppi á teningnum þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja. Þá höfðu íslensku strákarnir nýtt sér einbeitingarleysi í frönsku vörninni í tvígang. Á 27. mínútu henti Kolbeinn Sigþórsson sér í skallaeinvígi gegn fyrirliða Frakka Philippe Mexes. Kolbeinn vann einvígið, skallaði inn fyrir á Birki Bjarnason sem bauð upp á frábæra afgreiðslu. Birkir leyfði boltanum að skoppa einu sinni áður en hann söng í fjærhorninu og íslensku strákarnir líkt og flestir trúðu varla sínum eigin augum. Frakkar höfðu sótt án afláts þegar þarna var komið við sögu en þrátt fyrir allt hafði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, ekki mikið að gera í markinu. Sókn Frakka þyngdist en í kjölfar einnar slíkar gleymdu þeir sér. Patrice Evra var þá úr stöðu og íslensku strákarnir nýttu sér það. Hallgrímur Jónasson sendi upp hægri vænginn á Rúrik Gíslason. HK-ingurinn uppaldi sendi fyrir á Kolbein Sigþórsson sem setti boltann í netið af stuttu færi. Frakkland 0-2 ÍSland og 34 mínútur búnar. Þannig héldust leikar þar til belgískur dómari flautaði til hálfleiks og 20 þúsund stuðningsmenn Frakka, sem hafa ekki haft miklu að fagna síðan sumarið 2000, bauluðu á leikmenn sína. Ljóst var að Frakkar myndu blása til sóknar í síðari hálfleik og það bar árangur strax á 52. mínútu. Þá skoraði Mathieu Debuchy, hægri bakvörður Frakka, af stuttu færi þegar boltinn hrökk til hans af varnarmanni Íslands. Frakkar gerðu í kjölfarið fjórfalda skiptingu og síðar tvöfalda. Meðal varamannanna voru Frank Ribery, leikmaður FC Bayern og Olivier Giroud sem áttu eftir að koma við sögu. Áður en það gerðist fékk Ísland kærkomið tækifæri til að auka forskot sitt. Gylfi Þór Sigurðsson átti þá fínan sprett upp vinstri kantinn. Frábær sending hans rataði á Birki Bjarnason sem var einn gegn Steve Mandanda í marki Frakka. Ólíkt í fyrsta marki leiksins hélt Birkir ekki ró sinni. Hann renndi sér í boltann og slakt skot hans fór beint á Mandanda í markinu. Á þriggja mínútna kafla tryggðu Frakkar sér sigur. Fyrst skoraði Ribery snyrtilegt mark á 85. mínútu eftir veggspil við Giroud. Ribery komst þá einn gegn Hannesi Þór, færið var nokkuð þröngt en Ribery lyfti boltanum afar snyrtilega með vinstri fæti í hornið fjær. Ísland búið að missa niður tveggja marka forskot en enn átti eftir að síga á ógæfuhliðina. Tveimur mínútum síðar barst hár bolti inn á teig Íslendinga. Giroud skallaði boltann niður á miðvörðinn Adil Rami sem var á auðum sjó. Rami hafði hitað vel upp fyrir bylmingsskot sín allan leikinn en flest höfðu hafnað í íslenskum varnarmanni. Enginn þeirra var til staðar í þetta skiptið og ekki ólíklegt að netið hafi rifnað svo föst var afgreiðsla hans. Íslenska liðið var aldrei líklegt til þess að jafna metin og Frakkar lönduðu sanngjörnum sigri. Sigurinn hefði engu að síður getað fallið með Íslendingum sem fengu sem fyrr segir dauðafæri til að auka muninn í síðari hálfleiknum en einbeitingarleysi eða þreyta seint í leiknum varð til þess að leikurinn tapaðist. Þótt svekkelsið sé mikið í ljósi vænlegrar stöðu í hálfleik ber að hrósa íslenska liðinu fyrir frammistöðu sína. Liðið sýndi mikil gæði í leik sínum í fyrri hálfleik og sérstaklega gaman að sjá Birkir, Gylfa Þór, Kolbein og Rúrik spila boltanum vel á milli sín í sókninni. Barátta varnarmanna Íslands, sem voru tíu í leiknum, var einnig til fyrirmyndar og erfitt að liggja undir pressu í 90 mínútur. Þeir hentu sér fyrir hvern einasta bolta sem sést vel á tölfræðinni. Frakkar skutu 33 á íslenska markið en aðeins sex skot rötuðu á mark Íslands. Því miður fóru þrjú þeirra í markið. Íslendingar fengu þrjú færi og skoruðu tvö mörk sem er nýting sem við Íslendingar getum ekki kvartað yfir. Úrslit leiksins eru þau sömu og í leik liðanna í undankeppni EM árið 2000. „Við unnum þá næstum því," er setning sem hefur verið notuð óspart í gamni meðal annars í auglýsingum í sjónvarpi. Litlu munaði að stroka hefði mátt „næstum því" út úr þeirri setningu en Ísland verður að bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigri sínum gegn Frökkum á knattspyrnuvellinum í karlaflokki. Leikurinn var í beinni textalýsingu í Boltavakt Vísis. Sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. Stuðningsmenn franska liðsins sungu og trölluðu í leikslok en það var allt annað uppi á teningnum þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja. Þá höfðu íslensku strákarnir nýtt sér einbeitingarleysi í frönsku vörninni í tvígang. Á 27. mínútu henti Kolbeinn Sigþórsson sér í skallaeinvígi gegn fyrirliða Frakka Philippe Mexes. Kolbeinn vann einvígið, skallaði inn fyrir á Birki Bjarnason sem bauð upp á frábæra afgreiðslu. Birkir leyfði boltanum að skoppa einu sinni áður en hann söng í fjærhorninu og íslensku strákarnir líkt og flestir trúðu varla sínum eigin augum. Frakkar höfðu sótt án afláts þegar þarna var komið við sögu en þrátt fyrir allt hafði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, ekki mikið að gera í markinu. Sókn Frakka þyngdist en í kjölfar einnar slíkar gleymdu þeir sér. Patrice Evra var þá úr stöðu og íslensku strákarnir nýttu sér það. Hallgrímur Jónasson sendi upp hægri vænginn á Rúrik Gíslason. HK-ingurinn uppaldi sendi fyrir á Kolbein Sigþórsson sem setti boltann í netið af stuttu færi. Frakkland 0-2 ÍSland og 34 mínútur búnar. Þannig héldust leikar þar til belgískur dómari flautaði til hálfleiks og 20 þúsund stuðningsmenn Frakka, sem hafa ekki haft miklu að fagna síðan sumarið 2000, bauluðu á leikmenn sína. Ljóst var að Frakkar myndu blása til sóknar í síðari hálfleik og það bar árangur strax á 52. mínútu. Þá skoraði Mathieu Debuchy, hægri bakvörður Frakka, af stuttu færi þegar boltinn hrökk til hans af varnarmanni Íslands. Frakkar gerðu í kjölfarið fjórfalda skiptingu og síðar tvöfalda. Meðal varamannanna voru Frank Ribery, leikmaður FC Bayern og Olivier Giroud sem áttu eftir að koma við sögu. Áður en það gerðist fékk Ísland kærkomið tækifæri til að auka forskot sitt. Gylfi Þór Sigurðsson átti þá fínan sprett upp vinstri kantinn. Frábær sending hans rataði á Birki Bjarnason sem var einn gegn Steve Mandanda í marki Frakka. Ólíkt í fyrsta marki leiksins hélt Birkir ekki ró sinni. Hann renndi sér í boltann og slakt skot hans fór beint á Mandanda í markinu. Á þriggja mínútna kafla tryggðu Frakkar sér sigur. Fyrst skoraði Ribery snyrtilegt mark á 85. mínútu eftir veggspil við Giroud. Ribery komst þá einn gegn Hannesi Þór, færið var nokkuð þröngt en Ribery lyfti boltanum afar snyrtilega með vinstri fæti í hornið fjær. Ísland búið að missa niður tveggja marka forskot en enn átti eftir að síga á ógæfuhliðina. Tveimur mínútum síðar barst hár bolti inn á teig Íslendinga. Giroud skallaði boltann niður á miðvörðinn Adil Rami sem var á auðum sjó. Rami hafði hitað vel upp fyrir bylmingsskot sín allan leikinn en flest höfðu hafnað í íslenskum varnarmanni. Enginn þeirra var til staðar í þetta skiptið og ekki ólíklegt að netið hafi rifnað svo föst var afgreiðsla hans. Íslenska liðið var aldrei líklegt til þess að jafna metin og Frakkar lönduðu sanngjörnum sigri. Sigurinn hefði engu að síður getað fallið með Íslendingum sem fengu sem fyrr segir dauðafæri til að auka muninn í síðari hálfleiknum en einbeitingarleysi eða þreyta seint í leiknum varð til þess að leikurinn tapaðist. Þótt svekkelsið sé mikið í ljósi vænlegrar stöðu í hálfleik ber að hrósa íslenska liðinu fyrir frammistöðu sína. Liðið sýndi mikil gæði í leik sínum í fyrri hálfleik og sérstaklega gaman að sjá Birkir, Gylfa Þór, Kolbein og Rúrik spila boltanum vel á milli sín í sókninni. Barátta varnarmanna Íslands, sem voru tíu í leiknum, var einnig til fyrirmyndar og erfitt að liggja undir pressu í 90 mínútur. Þeir hentu sér fyrir hvern einasta bolta sem sést vel á tölfræðinni. Frakkar skutu 33 á íslenska markið en aðeins sex skot rötuðu á mark Íslands. Því miður fóru þrjú þeirra í markið. Íslendingar fengu þrjú færi og skoruðu tvö mörk sem er nýting sem við Íslendingar getum ekki kvartað yfir. Úrslit leiksins eru þau sömu og í leik liðanna í undankeppni EM árið 2000. „Við unnum þá næstum því," er setning sem hefur verið notuð óspart í gamni meðal annars í auglýsingum í sjónvarpi. Litlu munaði að stroka hefði mátt „næstum því" út úr þeirri setningu en Ísland verður að bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigri sínum gegn Frökkum á knattspyrnuvellinum í karlaflokki. Leikurinn var í beinni textalýsingu í Boltavakt Vísis. Sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira