Fótbolti

Jóhann Berg fór meiddur af velli

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í leik AZ Alkmaar og Groningen í kvöld. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1.

Jóhann var í byrjunarliði AZ en varð að fara af velli vegna meiðslanna á 39. mínútu.

AZ er sem fyrr í 12. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar en PSV Eindhoven er á toppnum. Ajax er aðeins í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×