Innlent

Fálkaorður seldar dýrum dómum

Stórriddarakross með stjörnu.
Stórriddarakross með stjörnu. mynd/forseti.is
Stórriddarakross með stjörnu var sleginn á 2.600 evrur á vef danska uppboðshússins Bruun Rasmussen í dag. Upphæðin jafngildir um 475 þúsund krónum.

Krossinn er þriðja stig hinnar íslensku Fálkaorðu. Efsta stig er keðja ásamt stórkrossstjörnu.

Þá seldust einnig stórriddarakross á 2 þúsund evrur eða um 360 þúsund krónur sem og riddarakross - fyrsta stig íslensku Fálkaorðunnar - á 440 evrur eða um 80 þúsund krónur.

Samkvæmt stjórnsýslufyrirmælum forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu kemur hvergi fram að ekki megi selja orðuna.

Hins vegar má finna þessi fyrirmæli: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×