Innlent

"Ég mun ekki gefast upp"

Jón Lárusson
Jón Lárusson

„Það er augljóst að lýðræðið er ekki virkt á Íslandi," segir Jón Lárusson, forsetaframbjóðandi, aðspurður um nýlega skoðanakönnun Vísis vegna forsetakosninganna. Jón mældist þar með minna en eitt prósent atkvæða.

Af þeim 7874 atkvæðum sem bárust í könnuninni hlaut Jón 38.

„Þetta er ekki marktæk könnun," sagði Jón. „Þetta er vinsældarkönnun og hún endurspeglar það hversu mikla umfjöllun frambjóðendur fá í fjölmiðlum."

Jón telur að könnunin varpi ekki réttu ljósi á stöðu mála í kosningabaráttunni. „Niðurstaðan verður önnur þegar kosið verður," segir Jón. Hann segir að fjölmiðlar hafi hundsað framboð hans og að könnunin undirstriki það. „Maður er í skugganum, það fer ekki milli mála."

Jón hefur ekki enn safnað lágmarksfjölda undirskrifta vegna forsetaframboðsins. „Nú lítur út fyrir að það muni ekki takast, en ég mun ekki gefast upp," segir Jón og bætir við: „Ég er alltof þrjóskur til þess."


Tengdar fréttir

Þóra með átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar

Þóra Arnórsdóttir nýtur mests stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í könnun Vísis á fylgi þeirra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Könnunin stóð frá föstudegi og fram á mánudag og var þáttakan gríðarlega góð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.