Innlent

Sturla fundaði með Ólafi Ragnari

Sturla fundaði ásamt Arngrími Pálmasyni með Ólafi Ragnari.
Sturla fundaði ásamt Arngrími Pálmasyni með Ólafi Ragnari. mynd/ARnþór
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund með Sturla Jónssyni vörubílstjóra og Arngrími Pálmasyni þar sem þeir greindu frá baráttu sinni og annarra borgara við að ná fram rétti sínum gagnvart fjármálastofnunum og uppboðsaðilum, en embætti forsetans greinir frá þessu á vefsíðu embættisins, forseti.is.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forsetans hefur forsetinn oft á undanförnum misserum fundað með hagsmunaaðilum af þessu tagi.

Sturla Jónsson sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri í þriðja sinn sem hann hefði fundað með forsetanum og hann og Arngrímur hefðu fengið klukkutíma áheyrn með honum að þessu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×