Innlent

Tvöfalt fleiri erlendir ríkisborgarar nú en fyrir áratug

Útlendingar eru nú tvöfalt fleiri af heildarfjölda landsmanna en þeir voru fyrir tíu árum síðan.
Útlendingar eru nú tvöfalt fleiri af heildarfjölda landsmanna en þeir voru fyrir tíu árum síðan.
Á síðastliðnum 10 árum hefur fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi tvöfaldast. Þann 1. janúar 2012 voru skráðir hérlendis 20.957 erlendir ríkisborgarar, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var 6,6% samanborið við 3,4% árið 2002. Aftur á móti fækkaði erlendum ríkisborgurum milli 2011 og 2012 um 186. Hlutfall erlendra ríkisborgara stóð þó í stað.

Pólverjar fjölmennastir

Eins og síðustu ár voru Pólverjar langfjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara hér á landi hinn 1 janúar 2012. Alls voru 9.049 einstaklingar upprunnir frá Póllandi eða 43,2% allra erlendra ríkisborgara. Pólskir karlar voru 45,9% allra erlendra ríkisborgara af karlkyni 1. janúar 2012, eða 4.915 af 10.714. Pólskar konur voru 40,6% af erlendum kvenkyns ríkisborgurum. Næstfjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara var frá í Litháen, 7,7% en 4,4% erlendra ríkisborgara koma frá Þýskalandi.

Sjá má frétt Hagstofu Íslands um málefni innflytjenda, frá því í morgun, hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×