Megintenging innan Vestfjarða ófær í fjóra mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2012 12:29 Snjómokstur er ekki mögulegur á Hrafnseyrarheiði, að mati Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. Það þýðir að þessi megintenging milli helstu þjónustukjarna Vestfjarða, Ísafjarðar og Patreksfjarðar, er búin að vera ófær að mestu í fjóra mánuði. Vegagerðin segir að í gær hafi snjóalög verið skoðuð á Hrafnseyrarheiði en niðurstaðan hafi verið sú að aðstæður væru enn þannig á heiðinni að mokstur væri ekki mögulegur vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Sama gilti um Dynjandisheiði, þar væri enn mikill snjór og óhagstætt veður undanfarið hefði ekki bætt ástandið. Segir Vegagerðin að fylgst verði með framvindu mála og staðan endurmetin en ljóst sé að aðstæður þurfi að breytast verulega til að mokstur verði mögulegur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, sagði í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði að ástand samgöngumála á Vestfjörðum væri ömurlegt og að ríkisstjórnin gæti ekki skýlt sér á bakvið hrunið þegar loforð um úrbætur væru svikin. Eiríkur Finnur sagði tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífsins án samgöngubóta. Dæmi um afleiðingar þessa ástands er að starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks, sem er með starfsstöðvar bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum, hafa í vetur þurft að aka 520 kílómetra vegalengd um Hólmavík, eða yfir eitt þúsund kílómetra fram og til baka, til að komast milli vinnustöðva á Þingeyri og Tálknafirði. Ef fært væri um heiðarnar væri leiðin 115 kílómetra löng. Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að ástandið lagist næsta áratuginn með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Sjá meira
Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. Það þýðir að þessi megintenging milli helstu þjónustukjarna Vestfjarða, Ísafjarðar og Patreksfjarðar, er búin að vera ófær að mestu í fjóra mánuði. Vegagerðin segir að í gær hafi snjóalög verið skoðuð á Hrafnseyrarheiði en niðurstaðan hafi verið sú að aðstæður væru enn þannig á heiðinni að mokstur væri ekki mögulegur vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Sama gilti um Dynjandisheiði, þar væri enn mikill snjór og óhagstætt veður undanfarið hefði ekki bætt ástandið. Segir Vegagerðin að fylgst verði með framvindu mála og staðan endurmetin en ljóst sé að aðstæður þurfi að breytast verulega til að mokstur verði mögulegur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, sagði í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði að ástand samgöngumála á Vestfjörðum væri ömurlegt og að ríkisstjórnin gæti ekki skýlt sér á bakvið hrunið þegar loforð um úrbætur væru svikin. Eiríkur Finnur sagði tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífsins án samgöngubóta. Dæmi um afleiðingar þessa ástands er að starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks, sem er með starfsstöðvar bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum, hafa í vetur þurft að aka 520 kílómetra vegalengd um Hólmavík, eða yfir eitt þúsund kílómetra fram og til baka, til að komast milli vinnustöðva á Þingeyri og Tálknafirði. Ef fært væri um heiðarnar væri leiðin 115 kílómetra löng. Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að ástandið lagist næsta áratuginn með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi yfir Dynjandisheiði.
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Sjá meira