Megintenging innan Vestfjarða ófær í fjóra mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2012 12:29 Snjómokstur er ekki mögulegur á Hrafnseyrarheiði, að mati Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. Það þýðir að þessi megintenging milli helstu þjónustukjarna Vestfjarða, Ísafjarðar og Patreksfjarðar, er búin að vera ófær að mestu í fjóra mánuði. Vegagerðin segir að í gær hafi snjóalög verið skoðuð á Hrafnseyrarheiði en niðurstaðan hafi verið sú að aðstæður væru enn þannig á heiðinni að mokstur væri ekki mögulegur vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Sama gilti um Dynjandisheiði, þar væri enn mikill snjór og óhagstætt veður undanfarið hefði ekki bætt ástandið. Segir Vegagerðin að fylgst verði með framvindu mála og staðan endurmetin en ljóst sé að aðstæður þurfi að breytast verulega til að mokstur verði mögulegur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, sagði í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði að ástand samgöngumála á Vestfjörðum væri ömurlegt og að ríkisstjórnin gæti ekki skýlt sér á bakvið hrunið þegar loforð um úrbætur væru svikin. Eiríkur Finnur sagði tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífsins án samgöngubóta. Dæmi um afleiðingar þessa ástands er að starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks, sem er með starfsstöðvar bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum, hafa í vetur þurft að aka 520 kílómetra vegalengd um Hólmavík, eða yfir eitt þúsund kílómetra fram og til baka, til að komast milli vinnustöðva á Þingeyri og Tálknafirði. Ef fært væri um heiðarnar væri leiðin 115 kílómetra löng. Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að ástandið lagist næsta áratuginn með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. Það þýðir að þessi megintenging milli helstu þjónustukjarna Vestfjarða, Ísafjarðar og Patreksfjarðar, er búin að vera ófær að mestu í fjóra mánuði. Vegagerðin segir að í gær hafi snjóalög verið skoðuð á Hrafnseyrarheiði en niðurstaðan hafi verið sú að aðstæður væru enn þannig á heiðinni að mokstur væri ekki mögulegur vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Sama gilti um Dynjandisheiði, þar væri enn mikill snjór og óhagstætt veður undanfarið hefði ekki bætt ástandið. Segir Vegagerðin að fylgst verði með framvindu mála og staðan endurmetin en ljóst sé að aðstæður þurfi að breytast verulega til að mokstur verði mögulegur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, sagði í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði að ástand samgöngumála á Vestfjörðum væri ömurlegt og að ríkisstjórnin gæti ekki skýlt sér á bakvið hrunið þegar loforð um úrbætur væru svikin. Eiríkur Finnur sagði tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífsins án samgöngubóta. Dæmi um afleiðingar þessa ástands er að starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks, sem er með starfsstöðvar bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum, hafa í vetur þurft að aka 520 kílómetra vegalengd um Hólmavík, eða yfir eitt þúsund kílómetra fram og til baka, til að komast milli vinnustöðva á Þingeyri og Tálknafirði. Ef fært væri um heiðarnar væri leiðin 115 kílómetra löng. Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að ástandið lagist næsta áratuginn með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi yfir Dynjandisheiði.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira