Megintenging innan Vestfjarða ófær í fjóra mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2012 12:29 Snjómokstur er ekki mögulegur á Hrafnseyrarheiði, að mati Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. Það þýðir að þessi megintenging milli helstu þjónustukjarna Vestfjarða, Ísafjarðar og Patreksfjarðar, er búin að vera ófær að mestu í fjóra mánuði. Vegagerðin segir að í gær hafi snjóalög verið skoðuð á Hrafnseyrarheiði en niðurstaðan hafi verið sú að aðstæður væru enn þannig á heiðinni að mokstur væri ekki mögulegur vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Sama gilti um Dynjandisheiði, þar væri enn mikill snjór og óhagstætt veður undanfarið hefði ekki bætt ástandið. Segir Vegagerðin að fylgst verði með framvindu mála og staðan endurmetin en ljóst sé að aðstæður þurfi að breytast verulega til að mokstur verði mögulegur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, sagði í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði að ástand samgöngumála á Vestfjörðum væri ömurlegt og að ríkisstjórnin gæti ekki skýlt sér á bakvið hrunið þegar loforð um úrbætur væru svikin. Eiríkur Finnur sagði tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífsins án samgöngubóta. Dæmi um afleiðingar þessa ástands er að starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks, sem er með starfsstöðvar bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum, hafa í vetur þurft að aka 520 kílómetra vegalengd um Hólmavík, eða yfir eitt þúsund kílómetra fram og til baka, til að komast milli vinnustöðva á Þingeyri og Tálknafirði. Ef fært væri um heiðarnar væri leiðin 115 kílómetra löng. Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að ástandið lagist næsta áratuginn með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. Það þýðir að þessi megintenging milli helstu þjónustukjarna Vestfjarða, Ísafjarðar og Patreksfjarðar, er búin að vera ófær að mestu í fjóra mánuði. Vegagerðin segir að í gær hafi snjóalög verið skoðuð á Hrafnseyrarheiði en niðurstaðan hafi verið sú að aðstæður væru enn þannig á heiðinni að mokstur væri ekki mögulegur vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Sama gilti um Dynjandisheiði, þar væri enn mikill snjór og óhagstætt veður undanfarið hefði ekki bætt ástandið. Segir Vegagerðin að fylgst verði með framvindu mála og staðan endurmetin en ljóst sé að aðstæður þurfi að breytast verulega til að mokstur verði mögulegur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, sagði í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði að ástand samgöngumála á Vestfjörðum væri ömurlegt og að ríkisstjórnin gæti ekki skýlt sér á bakvið hrunið þegar loforð um úrbætur væru svikin. Eiríkur Finnur sagði tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífsins án samgöngubóta. Dæmi um afleiðingar þessa ástands er að starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks, sem er með starfsstöðvar bæði á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum, hafa í vetur þurft að aka 520 kílómetra vegalengd um Hólmavík, eða yfir eitt þúsund kílómetra fram og til baka, til að komast milli vinnustöðva á Þingeyri og Tálknafirði. Ef fært væri um heiðarnar væri leiðin 115 kílómetra löng. Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að ástandið lagist næsta áratuginn með Dýrafjarðargöngum og nýjum vegi yfir Dynjandisheiði.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira