Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. mars 2012 12:00 Þóra Arnórsdóttir segir að það væri dónalegt að íhuga ekki forsetaframboð. Hún ætlar að ræða við fjölskyldu og vini um mögulegt framboð. mynd/365 Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira