Innlent

Ekki vera eins og Þrándur

Nú styttist í að rafrænar kosningar fari fram í Reykjavík. Að því tilefni hefur samráðsvefurinn Betri Reykjavík birt myndband þar sem borgarstjórinn ræðir um kosti slíkra kosninga.

Í myndbandinu reynir Jón Gnarr að sannfæra Þránd nokkurn um ágæti hins lýðræðislega ferlis. Þrándur tekur hins vegar ekki undir með borgarstjóranum kýs frekar að horfa til fortíðar.

„Af hverju tekur þú ekki ákvarðanirnar," spyr Þrándur. „Þú veist, eins og Stalín."

Kosið verður dagana 29. mars til 3. apríl.

Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan. Einnig er hægt að nálgast vefinn Betri Reykjavík hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×