Segir að það komi ekki til greina að búa áfram við krónuna 10. mars 2012 12:09 Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfunidnum. mynd/ Stöð 2/Einar Jóhanna Sigurðardóttir sagði á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun að ekki komi til greina að búa við krónuna áfram. Þá sagði hún jafnframt að rammaáætlun verði afgreidd úr ríkisstjórninni á allra næstu dögum. Til stóð að lokaútgáfa hennar yrði lögð fyrir ríkisstjórnina í gær, en hætt var við á síðustu stundu. Jóhanna Sigurðardóttir flutti setningarræðu á flokkstjórnarfundir Samfylkingarinnar Í ræðu sinni gerði hún meðal annars fyrirhuguð lög um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi að umtalsefni auk rammaáætlunar. Þingflokkur Samfylkingar er klofinn í afstöðu sinni til rammaáætlunar, eða réttara sagt þeim þætti hennar sem fjallar um fyrirhugaða virkjanakosti í Þjórsá og hvort þeir eigi að vera í nýtingarflokki eða biðflokki. Til stóð að lokaútgáfa rammaáætlunar um verndum og nýtingu Þjórsár yrði lögð fyrir ríkisstjórnina í gær, en hætt var við á síðustu stundu þar sem Samfylkingin var ekki reiðubúin til að taka lokaafstöðu. Bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið fjalla um málið á forsíðum sínum í dag. Rammaáætlunin er því enn á borði iðnaðarráðherra. Til stendur að taka málið upp á þingflokksfundi Samfylkingar á mánudag. En Jóhanna sagðist í dag vonast til að málið yfrið svo afgreitt úr ríkisstjórn á allra næstu dögum. „Afgreiðsla málsins hefur sannarlega tafist og hafa ýmsir af því tilefni varað við því að fagleg sjónarmið verði látin víkja fyrir pólitískum," sagði Jóhanna í ræðu sinni og bætti við: „Nú er verið að leggja lokahönd á hvort og þá hvernig tillögu sérfræðingahópsins verði breytt í ljósi þeirra umsagna sem borist hafa og hefur sú vinna reynst tímafrekari en ráð var fyrir gert," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að að þær breytingar á rammaáætlun sem nú eru til skoðunar á síns byggja á því að frekari rannsóknir þurfi til að gæta varúðarsjónarmiða í hvívetna. „Rétt er að undirstrika að þær breytingar sem eru í skoðun ættu ekki að hafa áhrif á þau fjárfestingarverkefni sem nú eru í undirbúningi enda hafa orkufyrirtækin úr fjölda annarra virkjanakosta að velja, sem hægt er að hefja vinnu við um leið orkusalan er tryggð. Megináhersla Landsvirkjunar í þessum efnum er og mun á næstu árum verða á uppbyggingu orkukosta á Norð-Austurlandi." Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sagði á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun að ekki komi til greina að búa við krónuna áfram. Þá sagði hún jafnframt að rammaáætlun verði afgreidd úr ríkisstjórninni á allra næstu dögum. Til stóð að lokaútgáfa hennar yrði lögð fyrir ríkisstjórnina í gær, en hætt var við á síðustu stundu. Jóhanna Sigurðardóttir flutti setningarræðu á flokkstjórnarfundir Samfylkingarinnar Í ræðu sinni gerði hún meðal annars fyrirhuguð lög um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi að umtalsefni auk rammaáætlunar. Þingflokkur Samfylkingar er klofinn í afstöðu sinni til rammaáætlunar, eða réttara sagt þeim þætti hennar sem fjallar um fyrirhugaða virkjanakosti í Þjórsá og hvort þeir eigi að vera í nýtingarflokki eða biðflokki. Til stóð að lokaútgáfa rammaáætlunar um verndum og nýtingu Þjórsár yrði lögð fyrir ríkisstjórnina í gær, en hætt var við á síðustu stundu þar sem Samfylkingin var ekki reiðubúin til að taka lokaafstöðu. Bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið fjalla um málið á forsíðum sínum í dag. Rammaáætlunin er því enn á borði iðnaðarráðherra. Til stendur að taka málið upp á þingflokksfundi Samfylkingar á mánudag. En Jóhanna sagðist í dag vonast til að málið yfrið svo afgreitt úr ríkisstjórn á allra næstu dögum. „Afgreiðsla málsins hefur sannarlega tafist og hafa ýmsir af því tilefni varað við því að fagleg sjónarmið verði látin víkja fyrir pólitískum," sagði Jóhanna í ræðu sinni og bætti við: „Nú er verið að leggja lokahönd á hvort og þá hvernig tillögu sérfræðingahópsins verði breytt í ljósi þeirra umsagna sem borist hafa og hefur sú vinna reynst tímafrekari en ráð var fyrir gert," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að að þær breytingar á rammaáætlun sem nú eru til skoðunar á síns byggja á því að frekari rannsóknir þurfi til að gæta varúðarsjónarmiða í hvívetna. „Rétt er að undirstrika að þær breytingar sem eru í skoðun ættu ekki að hafa áhrif á þau fjárfestingarverkefni sem nú eru í undirbúningi enda hafa orkufyrirtækin úr fjölda annarra virkjanakosta að velja, sem hægt er að hefja vinnu við um leið orkusalan er tryggð. Megináhersla Landsvirkjunar í þessum efnum er og mun á næstu árum verða á uppbyggingu orkukosta á Norð-Austurlandi."
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira