Kristrún Heimisdóttir: Þurfum þjóðaröryggisráð Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. mars 2012 19:00 Kristrún Heimisdóttir. Ísland þarf að koma á fót þjóðaröryggisráði svo stórfelldir þjóðarhagsmunir séu ekki leiddir til lykta í skítkasti dægurpólitíkur. Þetta segir lektor í lögfræði sem starfaði innan stjórnsýslunnar í kringum hrunið. Hún telur það alvarlegan galla á íslensku stjórnkerfi hvernig upplýsingum hefur verið haldið frá fólki sem þurfi á þeim að halda. „Það sýnir mjög vel hvað við erum skrýtin að þessu leyti, að þegar herinn fór þá fréttu forystumenn stjórnarandstöðunnar það klukkan hálf sex og hálftíma síðar var það komið í fréttirnar," segir Kristrún og tekur sem dæmi um hvernig mikilvægum upplýsingum sé haldið á fárra manna vitorði í íslensku stjórnkerfi. Það telur hún grundvallarveikleika sem hafi komið þjóðinni í koll í aðdraganda hrunsins. Hún telur nauðsynlegt að skilgreina þjóðaröryggi og koma á vettvangi með fulltrúum ýmissa málaflokka, þar sem menn geti rætt opinskátt lausir undan bankaleynd, trúnaðarskyldu og öðru slíku, til að hafa yfirsýn yfir þjóðarhagsmuni. „Og við kunnum þetta í almannavörnum en kunnum þetta ekki í fjármálaöryggi eða varnarmálum," segir Kristrún. Slíkt þjóðaröryggisráð hefði til dæmis getað útbúið faglegt stöðumat í Icesave málinu, segir Kristrún. „Það tryggði það að þjóðarhagsmunir réðust ekki af skítkastlögmálum smápólitíkar," segir Kristrún. Ítrekað hefur komið fram í vitnisburðum manna fyrir Landsdómi í vikunni að skortur á upplýsingastreymi milli mikilvægra stofnana hafi átt þátt í að villa mönnum sýn á raunverulega stöðu bankakerfisins. En sumir vissu meira en aðrir. Þannig upplýsti Davíð Oddsson í vitnisburði sínum að hann hefði verið nýkominn í sumarbústað laugardag einn árið 2006 þegar þáverandi forsætisráðherra hringdi og sagði að bankarnir færu á hausinn á mánudaginn ef ekkert yrði gert. „Það vissi enginn annar í íslenskum stjórnmálum hvað var að gerast," segir Kristrún. „Hvar hefðu við verið ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar hefði verið upplýstir um míníkrísuna og rannsóknarskýrsla gerð í kjölfarið? Hvar værum við þá? Í miklu betri stöðu, held ég," segir Kristrún og bætir við að lokum: „Þetta er sá veikleiki sem er einkennandi fyrir Ísland og einn af mikilvægari lærdómum hrunsins." Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ísland þarf að koma á fót þjóðaröryggisráði svo stórfelldir þjóðarhagsmunir séu ekki leiddir til lykta í skítkasti dægurpólitíkur. Þetta segir lektor í lögfræði sem starfaði innan stjórnsýslunnar í kringum hrunið. Hún telur það alvarlegan galla á íslensku stjórnkerfi hvernig upplýsingum hefur verið haldið frá fólki sem þurfi á þeim að halda. „Það sýnir mjög vel hvað við erum skrýtin að þessu leyti, að þegar herinn fór þá fréttu forystumenn stjórnarandstöðunnar það klukkan hálf sex og hálftíma síðar var það komið í fréttirnar," segir Kristrún og tekur sem dæmi um hvernig mikilvægum upplýsingum sé haldið á fárra manna vitorði í íslensku stjórnkerfi. Það telur hún grundvallarveikleika sem hafi komið þjóðinni í koll í aðdraganda hrunsins. Hún telur nauðsynlegt að skilgreina þjóðaröryggi og koma á vettvangi með fulltrúum ýmissa málaflokka, þar sem menn geti rætt opinskátt lausir undan bankaleynd, trúnaðarskyldu og öðru slíku, til að hafa yfirsýn yfir þjóðarhagsmuni. „Og við kunnum þetta í almannavörnum en kunnum þetta ekki í fjármálaöryggi eða varnarmálum," segir Kristrún. Slíkt þjóðaröryggisráð hefði til dæmis getað útbúið faglegt stöðumat í Icesave málinu, segir Kristrún. „Það tryggði það að þjóðarhagsmunir réðust ekki af skítkastlögmálum smápólitíkar," segir Kristrún. Ítrekað hefur komið fram í vitnisburðum manna fyrir Landsdómi í vikunni að skortur á upplýsingastreymi milli mikilvægra stofnana hafi átt þátt í að villa mönnum sýn á raunverulega stöðu bankakerfisins. En sumir vissu meira en aðrir. Þannig upplýsti Davíð Oddsson í vitnisburði sínum að hann hefði verið nýkominn í sumarbústað laugardag einn árið 2006 þegar þáverandi forsætisráðherra hringdi og sagði að bankarnir færu á hausinn á mánudaginn ef ekkert yrði gert. „Það vissi enginn annar í íslenskum stjórnmálum hvað var að gerast," segir Kristrún. „Hvar hefðu við verið ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar hefði verið upplýstir um míníkrísuna og rannsóknarskýrsla gerð í kjölfarið? Hvar værum við þá? Í miklu betri stöðu, held ég," segir Kristrún og bætir við að lokum: „Þetta er sá veikleiki sem er einkennandi fyrir Ísland og einn af mikilvægari lærdómum hrunsins."
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira