Nú síðdegis eða í kvöld verður lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrishöft og er gert ráð fyrir að það fái hraðferð í gegnum þingið og verði orðið að lögum þegar markaðir opna í fyrramálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er markmiðið með frumvarpinu að reyna að hefta það að erlendir eigendur húsnæðisbréfa geti tekið út bæði afborganir og vexti af bréfunum í erlendri mynt.
Þingflokkar voru boðaðir á fund í síðdegis í dag þar sem frumvarpið var kynnt. Það var lagt áhersla á að ekkert fréttist um frumvarpið fyrir klukkan 16 í dag eða þar til markaðir loka. Vonast er til að frumvarpið verði orðið að lögum þegar markaðir opna í fyrramálið.
Vonast til að frumvarp um hert gjaldeyrishöft verði að lögum í kvöld
