Innlent

"Ótrúlegt að forætisráðherra landsins segi krónuna ónýta"

„Orð forsætisráðherra á fundi Samfylkingar um helgina eru með ólíkindum," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann var gestur úr útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag.Sigmundir var spurður álits um ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur sem hún lét falla á fundi Samfylkingar um helgina. Á fundinum sagði Jóhanna að tveir kostir séu til staðar fyrir Ísland í gjaldmiðilsmálum. Annar sé sá að halda ekki í krónuna og taka upp evru með inngöngu í ESB. Hinn sé að afsala fullveldi Íslands í peningamálum með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.Sigmundir var ekki sáttur með ummæli forsætisráðherra. „Að forsætisráðherra skuli lýsa því yfir að gjaldmiðill landsins sé ónýtur er algjörlega óforsvaranlegt."Hann bendir á að slík ummæli sé einungis til þess fallin að draga úr trúverðuleika gjaldmiðilsins. „Sama hvað menn ætla að gera, hvort þeir ætla að skipta um mynt tvíhliða eða einhliða eða ganga í Evrópusambandið þá hjálpar þetta ekki til."„Gjaldmiðill hefur ekkert annað trúverðuleikann," sagði Sigmundur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.