Ekki með í Drekaútboði - vill ekki pólitíska áhættu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2012 19:00 Annað norsku olíufélaganna, sem tóku þátt í fyrsta olíuleitarútboði Íslands fyrir þremur árum, hefur lýst því yfir að það ætli ekki að taka þátt í öðru Drekaútboðinu, sem nú stendur yfir. Það segist ætla að einbeita sér að Noregi og ekki vilja taka pólitíska og viðskiptalega áhættu í landgrunni annars ríkis. Þegar tilboð voru opnuð í fyrsta olíuleitarútboði Íslands vorið 2009 reyndust tvær umsóknir hafa borist frá norskum félögum um sérleyfi. Önnur var frá Aker Exploration og hin frá Sagex Petrolium. Bæði hafa þau nú sameinast öðrum. Aker Exploration sameinaðist Det norske Oljeselskap og Sagex Petroleum rann inn í breska félagið Valiant Petrolium. Norski vefmiðillinn E 24 hefur í fréttaröð að undanförnu fjallað um olíuútboð Íslendinga og fékk það svar frá forstjóra Det Norske, sem tók við af Aker Exploration, að það hygðist ekki leggja inn umsókn í útboði Íslands númer tvö, en umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl næstkomandi. Ástæðan sem forstjórinn gefur upp í viðtalinu, sem sjá má hér, er sú að stefna félagsins byggist á því að vera á norska landgrunninu. „Við erum ekki tilbúnir að taka þá pólitísku og viðskiptalegu áhættu að vera í landgrunni annars ríkis," segir forstjórinn, Erik Haugane. Hann segir fyrirtækið engu að síður áhugasamt um að leita olíu umhverfis Jan Mayen. Norski fjölmiðillinn spurði einnig talsmann Statoil um Drekaútboð Íslands en fékk þau svör að Statoil myndi hvorki tjá sig um hvort það teldi svæðið áhugavert né hvort það myndi taka þátt í útboðinu. Svipað svar fékk Stöð 2 frá Terje Hagevang, sem stýrir nú Noregsdeild Valiant, en hann var áður forstjóri Sagex. Terje sagði það stefnu Valiant að tjá sig ekki fyrirfram um þátttöku í olíuleitarútboðum. Terje Hagevang, sem er olíujarðfræðingur að mennt, er sá sem einna mestri bjartsýni hefur lýst um möguleika Jan Mayen-svæðisins en fyrir fjórum árum sagði hann á ráðstefnu í Reykjavík að hann teldi það geyma álíka verðmæti í olíu og gasi og Noregshaf. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Annað norsku olíufélaganna, sem tóku þátt í fyrsta olíuleitarútboði Íslands fyrir þremur árum, hefur lýst því yfir að það ætli ekki að taka þátt í öðru Drekaútboðinu, sem nú stendur yfir. Það segist ætla að einbeita sér að Noregi og ekki vilja taka pólitíska og viðskiptalega áhættu í landgrunni annars ríkis. Þegar tilboð voru opnuð í fyrsta olíuleitarútboði Íslands vorið 2009 reyndust tvær umsóknir hafa borist frá norskum félögum um sérleyfi. Önnur var frá Aker Exploration og hin frá Sagex Petrolium. Bæði hafa þau nú sameinast öðrum. Aker Exploration sameinaðist Det norske Oljeselskap og Sagex Petroleum rann inn í breska félagið Valiant Petrolium. Norski vefmiðillinn E 24 hefur í fréttaröð að undanförnu fjallað um olíuútboð Íslendinga og fékk það svar frá forstjóra Det Norske, sem tók við af Aker Exploration, að það hygðist ekki leggja inn umsókn í útboði Íslands númer tvö, en umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl næstkomandi. Ástæðan sem forstjórinn gefur upp í viðtalinu, sem sjá má hér, er sú að stefna félagsins byggist á því að vera á norska landgrunninu. „Við erum ekki tilbúnir að taka þá pólitísku og viðskiptalegu áhættu að vera í landgrunni annars ríkis," segir forstjórinn, Erik Haugane. Hann segir fyrirtækið engu að síður áhugasamt um að leita olíu umhverfis Jan Mayen. Norski fjölmiðillinn spurði einnig talsmann Statoil um Drekaútboð Íslands en fékk þau svör að Statoil myndi hvorki tjá sig um hvort það teldi svæðið áhugavert né hvort það myndi taka þátt í útboðinu. Svipað svar fékk Stöð 2 frá Terje Hagevang, sem stýrir nú Noregsdeild Valiant, en hann var áður forstjóri Sagex. Terje sagði það stefnu Valiant að tjá sig ekki fyrirfram um þátttöku í olíuleitarútboðum. Terje Hagevang, sem er olíujarðfræðingur að mennt, er sá sem einna mestri bjartsýni hefur lýst um möguleika Jan Mayen-svæðisins en fyrir fjórum árum sagði hann á ráðstefnu í Reykjavík að hann teldi það geyma álíka verðmæti í olíu og gasi og Noregshaf.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira