Ekki með í Drekaútboði - vill ekki pólitíska áhættu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2012 19:00 Annað norsku olíufélaganna, sem tóku þátt í fyrsta olíuleitarútboði Íslands fyrir þremur árum, hefur lýst því yfir að það ætli ekki að taka þátt í öðru Drekaútboðinu, sem nú stendur yfir. Það segist ætla að einbeita sér að Noregi og ekki vilja taka pólitíska og viðskiptalega áhættu í landgrunni annars ríkis. Þegar tilboð voru opnuð í fyrsta olíuleitarútboði Íslands vorið 2009 reyndust tvær umsóknir hafa borist frá norskum félögum um sérleyfi. Önnur var frá Aker Exploration og hin frá Sagex Petrolium. Bæði hafa þau nú sameinast öðrum. Aker Exploration sameinaðist Det norske Oljeselskap og Sagex Petroleum rann inn í breska félagið Valiant Petrolium. Norski vefmiðillinn E 24 hefur í fréttaröð að undanförnu fjallað um olíuútboð Íslendinga og fékk það svar frá forstjóra Det Norske, sem tók við af Aker Exploration, að það hygðist ekki leggja inn umsókn í útboði Íslands númer tvö, en umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl næstkomandi. Ástæðan sem forstjórinn gefur upp í viðtalinu, sem sjá má hér, er sú að stefna félagsins byggist á því að vera á norska landgrunninu. „Við erum ekki tilbúnir að taka þá pólitísku og viðskiptalegu áhættu að vera í landgrunni annars ríkis," segir forstjórinn, Erik Haugane. Hann segir fyrirtækið engu að síður áhugasamt um að leita olíu umhverfis Jan Mayen. Norski fjölmiðillinn spurði einnig talsmann Statoil um Drekaútboð Íslands en fékk þau svör að Statoil myndi hvorki tjá sig um hvort það teldi svæðið áhugavert né hvort það myndi taka þátt í útboðinu. Svipað svar fékk Stöð 2 frá Terje Hagevang, sem stýrir nú Noregsdeild Valiant, en hann var áður forstjóri Sagex. Terje sagði það stefnu Valiant að tjá sig ekki fyrirfram um þátttöku í olíuleitarútboðum. Terje Hagevang, sem er olíujarðfræðingur að mennt, er sá sem einna mestri bjartsýni hefur lýst um möguleika Jan Mayen-svæðisins en fyrir fjórum árum sagði hann á ráðstefnu í Reykjavík að hann teldi það geyma álíka verðmæti í olíu og gasi og Noregshaf. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Annað norsku olíufélaganna, sem tóku þátt í fyrsta olíuleitarútboði Íslands fyrir þremur árum, hefur lýst því yfir að það ætli ekki að taka þátt í öðru Drekaútboðinu, sem nú stendur yfir. Það segist ætla að einbeita sér að Noregi og ekki vilja taka pólitíska og viðskiptalega áhættu í landgrunni annars ríkis. Þegar tilboð voru opnuð í fyrsta olíuleitarútboði Íslands vorið 2009 reyndust tvær umsóknir hafa borist frá norskum félögum um sérleyfi. Önnur var frá Aker Exploration og hin frá Sagex Petrolium. Bæði hafa þau nú sameinast öðrum. Aker Exploration sameinaðist Det norske Oljeselskap og Sagex Petroleum rann inn í breska félagið Valiant Petrolium. Norski vefmiðillinn E 24 hefur í fréttaröð að undanförnu fjallað um olíuútboð Íslendinga og fékk það svar frá forstjóra Det Norske, sem tók við af Aker Exploration, að það hygðist ekki leggja inn umsókn í útboði Íslands númer tvö, en umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl næstkomandi. Ástæðan sem forstjórinn gefur upp í viðtalinu, sem sjá má hér, er sú að stefna félagsins byggist á því að vera á norska landgrunninu. „Við erum ekki tilbúnir að taka þá pólitísku og viðskiptalegu áhættu að vera í landgrunni annars ríkis," segir forstjórinn, Erik Haugane. Hann segir fyrirtækið engu að síður áhugasamt um að leita olíu umhverfis Jan Mayen. Norski fjölmiðillinn spurði einnig talsmann Statoil um Drekaútboð Íslands en fékk þau svör að Statoil myndi hvorki tjá sig um hvort það teldi svæðið áhugavert né hvort það myndi taka þátt í útboðinu. Svipað svar fékk Stöð 2 frá Terje Hagevang, sem stýrir nú Noregsdeild Valiant, en hann var áður forstjóri Sagex. Terje sagði það stefnu Valiant að tjá sig ekki fyrirfram um þátttöku í olíuleitarútboðum. Terje Hagevang, sem er olíujarðfræðingur að mennt, er sá sem einna mestri bjartsýni hefur lýst um möguleika Jan Mayen-svæðisins en fyrir fjórum árum sagði hann á ráðstefnu í Reykjavík að hann teldi það geyma álíka verðmæti í olíu og gasi og Noregshaf.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira