Innlent

"Hamborgarinn okkar er gæðavara"

.
.
„Þetta er ekkert slor þessir hamborgarar," sagði Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Metró. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

Mikið hefur verið rætt um vinsældir hamborgara Metró en fyrirtækið seldi ostborgara fyrir fimm milljónir króna á vefnum Hópkaup.is fyrr í vikunni. Þar á meðal sagði Fannar Karvel Steindórsson, íþróttafræðingur, að honum litist ekki á þróunina í samfélaginu. Hann lét ummælin falla í viðtali við DV.is í gær.

Ásgerður sagði að hún hafi verið gríðarlega ósátt við ummæli Fannars. „Það er auðvitað sykur í brauðina en hann er ekki í svo miklu magni að það mætti beinlínis kalla hamborgarann ógeð."

„Ég held að íslendingar séu mjög meðvitaðir um hvað þeir eru að borða," sagði Ásgerður. „Ég held að fólk sé að borða þetta mjög hóflega."

Hún sagði að Metró hefði verið fyrsti skyndibitastaðurinn á Íslandi til að birta hitaeiningafjölda á matseðli. „Núna getur fólk raðað saman máltíðinni sinni eftir hitaeininafjöldanum."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Ágerði í heild sinni hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×