Innlent

Dyngja hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

mynd/Valgarður Gíslason
Áfangaheimilið Dyngjan hefur hlotið samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Markmið verðlaunanna, sem nú eru veitt í sjöunda sinn, er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu.

Dyngjan hefur starfað síðan árið 1988. Þar er konum sem koma úr áfengis- og vímuefnameðferð veittur samastaður meðan þær koma undir sig fótum í nýju lífi.

Að jafnaði dvelja um 14 konur í Dyngjunni og sumar þeirra með börn.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti fulltrúum Dyngjunnar verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365 ehf., afhenti þeim síðan verðlauna fé að upphæð ein milljón króna.

Fleiri voru einnig heiðraðir fyrir framlög sín til samfélagsmál í dag. Þá var Pauline McCarthy valin hvunndagshetja ársins en hún hefur lagt góðum málefnum lið og hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir hjálparsamtök hér á landi.

Þorvaldur Kristinsson sem hefur verið í máttarstólpi hreyfingu samkynhneigðra hlaut heiðursverðlauna samfélagsverðlaunanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×