Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2012 14:08 Sigríður Friðjónsdóttir undirbýr málflutning í Landsdómi í dag. mynd/ gva. Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. Sigríður sagði aftur á móti að í ritinu kæmi fram að ríkjandi aðstæður reyni á viðnámsþrótt bankanna. Þetta hefur verið svolítið til umfjöllunar þetta rit og ákærði skýlt sér á bakvið að þar hafi sagt að allt væri í lagi," sagði Sigríður. Sigríður sagði að þetta væri fráleitt því að þar hafi komið fram viðvaranir á þann hátt sem Seðlabankar gætu sett slíkar viðvaranir fram. „Ákærði hafði starfað í seðlabankanum í sex ár og verið fjármálaráðherra í sex ár. Hann vissi alveg hvernig hann átti að lesa úr slíku riti," sagði Sigríður. Þá sagði Sigríður að Finnur Sveinbjörnsson, sem var ráðgjafi forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins, virðist fyrst og fremst hafa verið blaðafulltrúi. Hans hlutverk hafi verið að fást við hvernig ætti að bregðast við neikvæðum umfjöllunum og annað slíkt. Sigríður mun ljúka við að flytja mál sitt í dag. Gert er ráð fyrir að Andri Árnason, verjandi Geirs, flytji svo mál sitt í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun verða svo andsvör saksóknara og verjanda. Eftir það lýkur aðalmeðferð málsins og málið verður lagt í dóm. Gert er ráð fyrir að dómurinn verði svo kveðinn upp í næsta mánuði. Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. Sigríður sagði aftur á móti að í ritinu kæmi fram að ríkjandi aðstæður reyni á viðnámsþrótt bankanna. Þetta hefur verið svolítið til umfjöllunar þetta rit og ákærði skýlt sér á bakvið að þar hafi sagt að allt væri í lagi," sagði Sigríður. Sigríður sagði að þetta væri fráleitt því að þar hafi komið fram viðvaranir á þann hátt sem Seðlabankar gætu sett slíkar viðvaranir fram. „Ákærði hafði starfað í seðlabankanum í sex ár og verið fjármálaráðherra í sex ár. Hann vissi alveg hvernig hann átti að lesa úr slíku riti," sagði Sigríður. Þá sagði Sigríður að Finnur Sveinbjörnsson, sem var ráðgjafi forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins, virðist fyrst og fremst hafa verið blaðafulltrúi. Hans hlutverk hafi verið að fást við hvernig ætti að bregðast við neikvæðum umfjöllunum og annað slíkt. Sigríður mun ljúka við að flytja mál sitt í dag. Gert er ráð fyrir að Andri Árnason, verjandi Geirs, flytji svo mál sitt í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun verða svo andsvör saksóknara og verjanda. Eftir það lýkur aðalmeðferð málsins og málið verður lagt í dóm. Gert er ráð fyrir að dómurinn verði svo kveðinn upp í næsta mánuði.
Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16