Innlent

Óskað eftir vitnum að slysi í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kársnesbrautar og Hábrautar í Kópavogi um hálf sjö leytið í gærkvöld. Þar rákust saman Nissan Micra og Daihatsu Move en bæði ökutækin eru rauð að lit. Að sögn lögreglu var annar ökumannanna fluttur á slysadeild til aðhlynningar og hinn leitaði þangað síðar. Miklar skemmdir urðu á bílunum eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×