Góður undirbúningur og nætursjónaukar björguðu mönnunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2012 16:25 Undirbúningi erlendu ferðamannanna fyrir ferðina á Vatnajökul er meðal annars þakkað það hversu vel tókst að bjarga þeim eftir að þeir kölluðu eftir hjálp í gær. Björgunarsveitamenn á fjórum vélsleðum og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru til að aðstoða mennina þegar kallið barst. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgælsunni fengu ferðamennirnir lánaðan neyðarsendi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg áður en þeir fóru. Þeir skiluðu inn ferðaáætlun og létu vita af sér. Þeir kveiktu svo á neyðarsendinum þegar veður fór versnandi. Sást staðsetning þeirra strax með nætursjónaukunum þegar komið var á staðinn. Voru mennirnir orðnir mjög kaldir þegar þyrlan hífði þá þá um borð. Mennirnir sendu neyðarskeytið frá sér á tíunda tímanum með staðsetningu í Breiðubungu í austanverðum Vatnajökli. Var boðunum komið áfram til Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem hafði samband við lögregluna á Höfn. Lögreglan boðaði út hjálparsveitir björgunarfélags Landsbjargar á Höfn og óskaði eftir þyrlu Landhelgisgæslu til leitar kl. 22:50. Sigmaður úr þyrlunni aðstoðaði mennina upp í þyrluna og flaug hún svo með mennina til Hafnar í Hornafirði þar sem lögregla tók við þeim. Hélt þyrlan síðan aftur til Reykjavíkur. Á meðfylgjandi myndskeiði getur þú séð þegar mennirnir eru hífðir upp í þyrluna. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Undirbúningi erlendu ferðamannanna fyrir ferðina á Vatnajökul er meðal annars þakkað það hversu vel tókst að bjarga þeim eftir að þeir kölluðu eftir hjálp í gær. Björgunarsveitamenn á fjórum vélsleðum og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru til að aðstoða mennina þegar kallið barst. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgælsunni fengu ferðamennirnir lánaðan neyðarsendi hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg áður en þeir fóru. Þeir skiluðu inn ferðaáætlun og létu vita af sér. Þeir kveiktu svo á neyðarsendinum þegar veður fór versnandi. Sást staðsetning þeirra strax með nætursjónaukunum þegar komið var á staðinn. Voru mennirnir orðnir mjög kaldir þegar þyrlan hífði þá þá um borð. Mennirnir sendu neyðarskeytið frá sér á tíunda tímanum með staðsetningu í Breiðubungu í austanverðum Vatnajökli. Var boðunum komið áfram til Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem hafði samband við lögregluna á Höfn. Lögreglan boðaði út hjálparsveitir björgunarfélags Landsbjargar á Höfn og óskaði eftir þyrlu Landhelgisgæslu til leitar kl. 22:50. Sigmaður úr þyrlunni aðstoðaði mennina upp í þyrluna og flaug hún svo með mennina til Hafnar í Hornafirði þar sem lögregla tók við þeim. Hélt þyrlan síðan aftur til Reykjavíkur. Á meðfylgjandi myndskeiði getur þú séð þegar mennirnir eru hífðir upp í þyrluna.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira