Innlent

Segir umræðuna hafa snúist upp í ofsóknir gegn Jens

Ottó Guðjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir umræðuna um iðnaðarsílikon í brjóstum íslenskra kvenna hér á landi, hafa snúist upp í ofsóknir gegn Jens Kjartansson lýtalækni.



Þetta kemur fram í nýjasta tímariti Læknablaðsins þar sem rætt er um PIP brjóstapúðana.



Ottó segir fjölmiðlaumfjöllun um málið hafa keyrt algörlega um þverbak og einkennst af dylgjum og rógburði.



Ottó segir einnig að Félag lýtalækna geti á engan hátt fallist á að ábyrgðin liggi hjá Jens, sem hann segir að hafi ekki, frekar en aðrir, vitað af glæpastarfsemi framleiðandans, „en nú þegar þær upplýsingar liggja fyrir er í sjálfu sér eðlilegt að heilbrigðiskerfið taki að sér að fjarlægja púðana," segir Ottó.



Hann gagnrýnir einnig forstjóra Landspítalans harðlega fyrir þátttöku hans í umræðunni og segir í viðtalinu: „Þar hefur jafnvel forstjóri Landspítala lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að segja að lýtalæknar vilji heldur starfa í gullnámunni úti í bæ. Hvað kemur það eiginlega málinu við?"



Hægt er að lesa viðtalið við Ottó í heild sinni á vef Læknablaðsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×