Innlent

Mikil fjölgun í hótunum í garð fjármálafyrirtækja og lögmannastofa

Mikil fjölgun hefur verið á hótunum og ógnunum í garð starfsmanna fjármálafyrirtækja og lögmannsstofa undanfarið og hafa mörg fyrirtæki í kjölfarið endurskoðað öryggismál sín.

Atburðurinn sem átti sér stað á lögmannsstofunni Lagastoð hefur ýtt við mörgum fyrirtækjum til að endurskoða öryggismál þegar kemur að því að vernda starfsfólk fyrirtækjanna.

Töluverð eftirspurn hefur verið eftir mannaðri gæslu og eru mun fleiri öryggisverðir að störfum í dag á lögmannsstofum og fjármálafyrirtækjum heldur en var fyrir atburðinn.

Í síðasta mánuði fór maður heim til forsvarsmanns Dróma og veittist að honum þar sem hann taldi sig eiga peninga inni hjá fyrirtækinu og fyrir tveimur árum ruddist maður inn á Lögfræðistofu Reykjavíkur vopnaður sleggju og ógnaði starfsfólki.

Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, segir að fyrirtæki séu farin að taka hótanir sem berast starfsmönnum mun alvarlegar. Hann segir þá verði sem eru við gæslu á vinnustöðum verða vara við mikið áreiti í garð starfsmanna fyrirtækja sem vinna að viðkvæmum málum. Hann segir að oft séu öryggisverðir einkennisklæddir en þó komi það fyrir að verðir séu óeinkennisklæddir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.