Innlent

Skólarúta fauk út af veginun - sautján börn í bílnum

Reykjanesbrautin. Athugið að myndin er úr safni.
Reykjanesbrautin. Athugið að myndin er úr safni.
Skólarúta fauk út af Reykjanesbrautinni í morgun þegar hún var á leið frá Vogum á Vatnsleysisströnd suður í Reykjanesbæ. Sautján börn voru í rútunni þegar sterkir vindar virðast hafa valdið því að ökumaður missti stjórn á rútunni og endaði utanvegar.

Enginn slasaðist í óhappinu. Önnur rúta kom skömmu síðar til þess að sækja börnin og þaðan var þeim ekið aftur til Voga.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru miklir sviptivindar á svæðinu og blindbylur. Ökumenn eru því hvattir til þess að gæta fyllstu varúðar þegar ekið er á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×