Kaupþingsforstjóri skaut fast á seðlabankastjóra í rafmögnuðu lofti Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. mars 2012 19:30 Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Hreiðar Már sagði fyrir dómi að það stæðist ekki að Seðlabankinn hafi í einu orðinu varað við hruni og vanda bankannna en samt lagt til að 800 milljónum evra af skattfé almennings yrði varið í kaup á 75 prósent hlutafjár í Glitni. Hreiðar var þar að vísa til Glitnishelgarinnar svokölluðu í Seðlabankanum þegar tilkynnt var í Seðlabankanum 29. september 2008 um kaup ríkisins á 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Kaupin raungerðust aldrei því Alþingi setti neyðarlög 6. október sama ár og Glitnir skilaði starfsleyfi sínu á grundvelli þeirra. „Aftur var Seðlabankinn að valda okkkur vonbrigðum þegar hann ætlaði að vera lánveitandi til þrautavara í lok september 2008 þá tók hann að okkar viti gríðarlega ranga ákvörðun að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra. Við erum búin að hlusta á þrjá seðlabankamenn lýsa því yfir að þeir hafi vitað hvað í stefndi. Af hverju tóku þeir þá ákvörðun um að eyða 800 milljónum evra af skattpeningum til að kaupa hlutafé í Glitni? Það fær ekki staðist í mínum huga," sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi.Pólitík réð ferðinni Hreiðar Már gagnrýndi líka framgang Seðlabankans í embættistíð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa látið pólitík ráða ferðinni í stefnumótun. „Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar við ætluðum að breyta um uppgjörsmynt og ætluðum að gera upp í evrum, þegar Seðlabanki Íslands kom í veg fyrir það. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur. (...) Vandamálið er þegar þú ert með gjaldmiðil sem sveiflast jafn mikið og íslenska krónan þá er gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum (...) og öðrum hvað er raunverulega að gerast. (...) Ég tel að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabanka Íslands að hafna Kaupþingi að gera upp í evrum," sagði Hreiðar Már.Allir vilja NIBC-vísuna kveðið hafa Þá var Hreiðar Már spurður um aðkomu stjórnvalda að kaupunum á hollenska bankanum NIBC. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri FME sagði fyrr í dag að þrír væru nú búnir að reyna að eigna sér heiðurinn af því að fallið var frá þeim kaupum. Jónas reyndi hins vegar ekki að eigna sér neinn heiður af þessu. Skýrslutaka yfir Hreiðari varpaði hins vegar ljósi á málið. Hreiðar Már sagðist fyrir dómi hafa rætt við Jónas Fr. um hans aðkomu að málinu. „Jónas Fr. ræddi við seljandann og gerði honum grein fyrir að það væri ekki sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin," sagði Hreiðar Már. Óbeinn þrýstingur? „Já, kannski." Fram hefur komið að nokkrir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu sér sérstaklega ferð í Landsdóm til að fylgjast með skýrslutöku yfir Hreiðari. Þeir yfirgáfu síðan salinn þegar skýrslutöku yfir honum var lokið. Hreiðar Már hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu svokallaða og hefur réttarstöðu sakbornings í fleiri málum. Að lokinni skýrslutöku vildi Hreiðar Már ekkert segja við fjölmiðla. Þrátt fyrir mikinn ágang og ítrekaðar spurningar. Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sótti Hreiðar Má á Land-Rover jeppa og þeir keyrðu á brott. Gunnar Steinn hefur verið Hreiðari Má innan handar með ímyndarmál og fleira og veitti honum t.d ráðgjöf fyrir Kastljóssviðtal sem hann mætti í árið 2009. thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Hreiðar Már sagði fyrir dómi að það stæðist ekki að Seðlabankinn hafi í einu orðinu varað við hruni og vanda bankannna en samt lagt til að 800 milljónum evra af skattfé almennings yrði varið í kaup á 75 prósent hlutafjár í Glitni. Hreiðar var þar að vísa til Glitnishelgarinnar svokölluðu í Seðlabankanum þegar tilkynnt var í Seðlabankanum 29. september 2008 um kaup ríkisins á 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Kaupin raungerðust aldrei því Alþingi setti neyðarlög 6. október sama ár og Glitnir skilaði starfsleyfi sínu á grundvelli þeirra. „Aftur var Seðlabankinn að valda okkkur vonbrigðum þegar hann ætlaði að vera lánveitandi til þrautavara í lok september 2008 þá tók hann að okkar viti gríðarlega ranga ákvörðun að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra. Við erum búin að hlusta á þrjá seðlabankamenn lýsa því yfir að þeir hafi vitað hvað í stefndi. Af hverju tóku þeir þá ákvörðun um að eyða 800 milljónum evra af skattpeningum til að kaupa hlutafé í Glitni? Það fær ekki staðist í mínum huga," sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi.Pólitík réð ferðinni Hreiðar Már gagnrýndi líka framgang Seðlabankans í embættistíð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa látið pólitík ráða ferðinni í stefnumótun. „Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar við ætluðum að breyta um uppgjörsmynt og ætluðum að gera upp í evrum, þegar Seðlabanki Íslands kom í veg fyrir það. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur. (...) Vandamálið er þegar þú ert með gjaldmiðil sem sveiflast jafn mikið og íslenska krónan þá er gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum (...) og öðrum hvað er raunverulega að gerast. (...) Ég tel að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabanka Íslands að hafna Kaupþingi að gera upp í evrum," sagði Hreiðar Már.Allir vilja NIBC-vísuna kveðið hafa Þá var Hreiðar Már spurður um aðkomu stjórnvalda að kaupunum á hollenska bankanum NIBC. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri FME sagði fyrr í dag að þrír væru nú búnir að reyna að eigna sér heiðurinn af því að fallið var frá þeim kaupum. Jónas reyndi hins vegar ekki að eigna sér neinn heiður af þessu. Skýrslutaka yfir Hreiðari varpaði hins vegar ljósi á málið. Hreiðar Már sagðist fyrir dómi hafa rætt við Jónas Fr. um hans aðkomu að málinu. „Jónas Fr. ræddi við seljandann og gerði honum grein fyrir að það væri ekki sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin," sagði Hreiðar Már. Óbeinn þrýstingur? „Já, kannski." Fram hefur komið að nokkrir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu sér sérstaklega ferð í Landsdóm til að fylgjast með skýrslutöku yfir Hreiðari. Þeir yfirgáfu síðan salinn þegar skýrslutöku yfir honum var lokið. Hreiðar Már hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu svokallaða og hefur réttarstöðu sakbornings í fleiri málum. Að lokinni skýrslutöku vildi Hreiðar Már ekkert segja við fjölmiðla. Þrátt fyrir mikinn ágang og ítrekaðar spurningar. Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sótti Hreiðar Má á Land-Rover jeppa og þeir keyrðu á brott. Gunnar Steinn hefur verið Hreiðari Má innan handar með ímyndarmál og fleira og veitti honum t.d ráðgjöf fyrir Kastljóssviðtal sem hann mætti í árið 2009. thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira