Innlent

Alvarlega slösuð eftir umferðarslys á Álftanesvegi

Konan sem slasaðist í umferðarslysi á Álftanesvegi í morgun gekkst undir skurðaðgerð skömmu eftir hádegi í dag.

Samkvæmt vakthafandi lækni á slysadeild hlaut konan alvarlega áverka. Slysið átti sér stað á níunda tímanum.

Tvær bifreiðar lentu saman og var ökumaður annars bílsins með minniháttar áverka og verður að öllum líkindum útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

Ökumaður hins bílsins hlaut einnig minniháttar skaða. Konan var farþegi í bíl hans þurfti að beita klippum til að ná henni út úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×