Innlent

Djarfir öskudagsbúningar vekja hörð viðbrögð

Öskudagsbúningar sem seldir eru börnum og þykja djarfir hafa vakið hörð viðbrögð. Ráðskona í Femínistafélaginu segir þá endurspegla klámvæðingu í samfélaginu.

Thomas Brorsen Smidt, hjá Femínistafélagi Íslands: Það er mjög mikilvægt að undirstrika að þegar börn eru annars vegar er ekki til neitt sem heitir frjálst val. Það er ekki hægt að ætlast til að börn vinsi sjálf úr þeim kynbundnu skilaboðum sem samfélagið sendir þeim. Það er því undir okkur komið. Og þegar um stutt pils og háhælaða skó er að ræða sem eru markaðsettir fyrir börn á aldrinum fimm til tólf ára erum við í rauninni að tala um klámvæðingu æskunnar eða jafnvel hálfgert barnaklám.

Jón Gunnar Bergs, framkvæmastjóri Partýbúðarinnar, segir ekki standa til að hætta að selja þessa búningana enda skilji hann ekkert í gagnrýninni. Að hans mati eru búningarnir ekki óviðeigandi fyrir börn.

„Það verður hver að meta fyrir sig, hvert foreldri fyrir sig. Mér finnst það ekki. Það er náttúrulega fullt, fullt, fullt hér af allskyns illmennum. Hér eru afturgöngur og sjóræningjar og fjöldamorðingjar og annað sem eru vinsælir hjá strákunum. Það sjálfsagt kann einhverjum að þykja óviðeigandi líka eins og stelpubúningar af söngdívum eða sjóræningabúningum eða eitthvað slíkt," sagði Jón Gunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×