Real Madrid er komið með tíu stiga forskot á Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á Getafe í kvöld. Barcelona á leik inni á móti Real Sociedad seinna í kvöld.
Varnarmaðurinn Sergio Ramos skoraði sigurmark Real Madrid strax á 18. mínútu leiksins þegar hann skallaði laglega inn hornspyrnu Þjóðverjans Mesut Özil.
Real Madrid hefur þar með unnið sex leiki í röð og alls 16 af síðustu 17 leikjum sínum í spænsku deildinni. Liðið hefur unnið alla deildarleiki sína frá og með 24. september nema þegar liðið tapaði á móti Barca á heimavelli.
