Erlent

Flóðbylgjuviðvörun aflétt í Indónesíu

Jarðhræringar eru tíðar í Indónesíu en landið er staðsett á einu virkasta jarðskjálftasvæði verðaldar, oft nefnt Eldhringurinn.
Jarðhræringar eru tíðar í Indónesíu en landið er staðsett á einu virkasta jarðskjálftasvæði verðaldar, oft nefnt Eldhringurinn. mynd/AFP
Yfirvöld í Indónesíu hafa aflétt flóðbylgjuviðvörun en ekki er lengur talin hætta á að flóðbylgja muni skella á ströndum Súmötru eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir eyjuna seinnipartinn í dag.

Upptök jarðskjálftans voru rúmlega 400 kílómetra suðvestan við eyjuna Súmötru en hann var 7.3 stig að stærð. Ekki hafa borist fregnir af skemmdum eða slysum á fólki.

Árið 2004 létust um 230.000 manns þegar flóðbylgja skall á Indónesíu í kjölfar öflugs jarðskjálfta.

Jarðhræringar eru tíðar í Indónesíu en landið er staðsett á einu virkasta jarðskjálftasvæði verðaldar, oft nefnt Eldhringurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×