Vilja vísa frá tillögu um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2012 12:50 Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður. Landsdómur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður.
Landsdómur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira