Enski boltinn

Jermain Defoe hetja Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Tottenham er ekkert að gefa eftir í toppbaráttunni og fylgir Manchetser-liðunum eftir sem skugginn eftir 1-0 heimasigur á West Bromwich Albion í kvöld. Tottenham er nú þremur stigum á eftir Manchester United í 2. sætinu þegar bæði hafa spilað 19 leiki.

Jermain Defoe skoraði eina mark Tottenham á 63. mínútu leiksins þegar hann fékk boltann frá Gareth Bale í vítateignum og skoraði eftir laglegan snúning.

Jermain Defoe hefur ekki fengið alltof mörg tækifæri í byrjunarliðinu á tímabilinu en hann hefur nú skorað í þremur leikjum í röð þar sem hann hefur byrjað og alls 7 deildarmörk á tímabilinu þrátt fyrir að hafa aðeins verið í byrjunarliðinu í sjö leikjum.

Tottenham hefur þar með unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði gert 1-1 jafntefli við Swansea City í síðasta leik.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×