Innlent

Syntu boðsund yfir Ermarsundið

BBI skrifar
Sundsveitin
Sundsveitin
Boðsundssveit frá Sundfélagi Hafnarfjarðar synti í gær yfir Ermarsundið. Sundið tók tæplega 13 klukkustundir.

Sundgarparnir höfðu stefnt að því að synda ekki fyrr en í dag en þegar veðurspáin benti til þess að veðrið yrði slæmt frá og með deginum í dag og út vikuna var ákveðið að fara degi fyrr. Lagt var af stað klukkan rúmlega þrjú um nótt og synt í svarta myrkri fyrstu þrjá tímana. Sundsveitin mátti klást við talsvert öldurót lengst af leiðinni.

Það var svo 12 klukkustundum, 44 mínútum og um það bil 50 kílómetrum síðar sem boðsundsveitin náði Frakklandsströnd í logni og fallegu veðri.

Sundið gekk í alla staði vel en til að fá boðsund yfir Ermarsundið viðurkennt þarf að hlýta ströngum reglum varðandi skiptingar, tímasetningar, röð sundmanna og landtöku. Einungis má synda í hefðbundnum óeinangrandi sundfötum.

Sundgarparnir voru þau Háldán Freyr Örnólfsson‚ Árni Þór Árnason, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Kristinn Magnússon, Björn Ásgeir Guðmundsson og Ásgeir Elísasson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×