Enski boltinn

Enrique: Liverpool þarf að móta með sér hugarfar sigurvegarans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jose Enrique í baráttunni á Britannia í gær.
Jose Enrique í baráttunni á Britannia í gær. Nordicphotos/Getty
Jose Enrique, varnarmaður Liverpool, segir að liðið þurfi að hafa meiri trú á sjálfu sér ætli það að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar.

Liverpool tókst ekki að fylgja á eftir 4-0 sigrinum á Fulham þegar liðið sóti Stoke heim í gær. Heimamenn unnu 3-1 sigur.

„Við þurfum að móta með okkur hugarfar sigurvegarans og sýna úr hverju við erum gerðir," segir Enrique á heimasíðu Liverpool eftir tapið gegn Stoke.

„Við þurfum meiri reynslu og sýna meiri karakter í leikjum sem þessum. Það sjá allir að við höfum gæðaleikmenn og góðan hóp en við þurfum að berjast fyrir hveju einasta stigi ef við ætlum okkur eitt af efstu fjórum sætunum," segir Enrique.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×