Fótbolti

Drogba reynir enn einu sinni við Afríkutitilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Didier Drogba er í 23 manna leikmannahópi Fílabeinsstrandarinnar sem fer fram í Gabon og Miðbaugs-Gíneu í næsta mánuði. Kappinn ætlar því að gera enn eina tilraunina við að vinna þessa keppni með þjóð sinni sem hefur ekki orðið Afríkumeistari í 20 ár.

Fílabeinsstrendingar hafa verið með frábært landslið undanfarin ár og oft verið spáð sigri í keppninni en gullið hefur aldrei komið í hús. Fílbeinsströndin hefur tapað tvisvar í úrslitaleik í síðustu fjórum keppnum og féll út í átta liða úrslitum og undanúrslitum í hinum keppnunum.

Fílabeinsströndin er með Alsír, Túnis og Tógó í riðli í úrslitakeppninni sem hefst 19. janúar næstkomandi.

Drogba yfirgaf Chelsea í vor og er nú leikmaður með kínverska liðinu Shanghai Shenhua. Hann er einn af mörgum leikmönnum landsliðsins sem eru að reyna í fimmta sinn við Afríkutitilinn.

Emmanuel Eboue, Didier Zokora, Boubacar Barry, Arthur Boka, Siaka Tiene og Toure-bræðurnir Kolo og Yaya eru líka allir með að þessu sinni og því er enn á ný mikil pressa á liði Fílabeinsstrandarinnar.

Hópur Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni:

Markmenn: Boubacar Barry (Lokeren), Badra Ali Sangare (IAFC), Daniel Yeboah (Dijon).

Varnarmenn: Soulemanye Bamba (Trabzonspor), Arthur Boka (VfB Stuttgart), Emmanuel Eboue (Galatasaray), Igor Lolo (Kuban Krasnodar), Siaka Tiene (Paris St Germain), Kolo Toure (Manchester City), Ismael Traore (Stade Brest)

Miðjumenn: Max Gradel (St Etienne), Abdul Razak (Manchester City), Romaric (Real Zaragoza), Didier Ya Konan (Hannover 96), Ismael Tiote (Newcastle United), Yaya Toure (Manchester City), Didier Zokora (Trabzonspor).

Sóknarmenn: Wilfried Bony (Vitesse Arnhem), Didier Drogba (Shanghai Shenhua), Gervinho (Arsenal), Salomon Kalou (OSC Lille), Arouna Kone (Wigan Athletic), Lacina Traore (Anzhi Makhachkala).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×