Fótbolti

Mancini mögulega dæmdur í bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mancini og Vincent Kompany skammast í dómurum eftir leikinn í gær.
Mancini og Vincent Kompany skammast í dómurum eftir leikinn í gær. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini verður mögulega dæmdur í bann af Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir að hella sér yfir dómara leiks sinna manna í Manchester City gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í gær.

Liðin skildu jöfn, 2-2, eftir að Ajax hafði komist 2-0 yfir í leiknum. City vildi svo fá vítaspyrnu í lok leiksins auk þess sem að mark var dæmt af liðinu.

„Dómarinn og samstarfsmenn hans voru mjög slakir í kvöld," sagði Mancini eftir leikinn í gær.

City á nánast engan möguleika á að komast áfram í fjórðungsúrslitin en liðið mætir næst Real Madrid á heimavelli. Ef Mancini verður dæmdur í bann er líklegt að hann muni missa af þeim leik.

Uppfært 10.40: Samkvæmt frétt Sky Sports mun UEFA ekki skjóta máli Mancini til aganefndar sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×