Vinnan á Búðarhálsi í hámarki Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2012 21:00 Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar. Helstu undirverktakar eru Suðurverk í stíflugerð, Aflbinding í járnabindingu, og Tucon frá Slóvakíu, sem grefur jarðgöng. Og eins og jafnan við stórvirkjanir, þá eru þetta tröllauknar framkvæmdir. Dagur Georgsson, aðstoðarstaðarstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdirnar séu nú sennilega mjög nálægt hámarki. Það sé þó mismunandi eftir verkþáttum. Jarðvinna og mannvirkjagerð séu í fullum gangi og í hámarki meðan aðrir verkþættir eigi eftir að koma inn, eins og uppsetning vél- og rafbúnaðar, sem brátt fer að hefjast nú þegar búið sé að steypa upp stöðvarhúsið. Húsinu verði lokað síðsumars eða í haust. Þá stefni í að menn slái í gegn í jarðgöngunum fyrir áramót en þarna er verið að grafa fjögurra kílómetra aðrennslisgöng, 2,7 kílómetrar eru komnir af efri hlutanum, sá neðri verður grafinn á eftir, en þarna inni glíma verktakar við erfið jarðlög og vatnsleka. Dagur segir að það sé þó ekkert sem komið hafi stórvægilega á óvart. Stíflugerð eru komin á fullt efir að hafa legið niðri í vetur en þarna rís á næstu mánuðum 1.100 metra löng og 25 metra há jarðvegsstífla við ármót Köldukvíslar og Tungnaár en þar mun frárennsli Hrauneyjafossvirkjunar mynda sjö ferkílómetra lón. Að sögn Dags Georgssonar er verkið á áætlun og allar horfur á að virkjunin klárist á tilsettum tíma, fyrir árslok 2013. Stofnkostnaður er áætlaður um 26 milljarðar króna. Miðað við það verð, sem Landsvirkjun hefur gefið út að hún treysti sér til að fá í nýjum orkusamningum til stóriðju, gæti verðmæti 585 gígavattstunda raforkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar numið yfir þremur milljörðum króna á ári. Það lítur því út fyrir að virkjunin verði fljót að borga sig upp. Tengdar fréttir Nýr foss orðinn til við Hrauneyjar Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. 6. júlí 2012 17:45 Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar. Helstu undirverktakar eru Suðurverk í stíflugerð, Aflbinding í járnabindingu, og Tucon frá Slóvakíu, sem grefur jarðgöng. Og eins og jafnan við stórvirkjanir, þá eru þetta tröllauknar framkvæmdir. Dagur Georgsson, aðstoðarstaðarstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdirnar séu nú sennilega mjög nálægt hámarki. Það sé þó mismunandi eftir verkþáttum. Jarðvinna og mannvirkjagerð séu í fullum gangi og í hámarki meðan aðrir verkþættir eigi eftir að koma inn, eins og uppsetning vél- og rafbúnaðar, sem brátt fer að hefjast nú þegar búið sé að steypa upp stöðvarhúsið. Húsinu verði lokað síðsumars eða í haust. Þá stefni í að menn slái í gegn í jarðgöngunum fyrir áramót en þarna er verið að grafa fjögurra kílómetra aðrennslisgöng, 2,7 kílómetrar eru komnir af efri hlutanum, sá neðri verður grafinn á eftir, en þarna inni glíma verktakar við erfið jarðlög og vatnsleka. Dagur segir að það sé þó ekkert sem komið hafi stórvægilega á óvart. Stíflugerð eru komin á fullt efir að hafa legið niðri í vetur en þarna rís á næstu mánuðum 1.100 metra löng og 25 metra há jarðvegsstífla við ármót Köldukvíslar og Tungnaár en þar mun frárennsli Hrauneyjafossvirkjunar mynda sjö ferkílómetra lón. Að sögn Dags Georgssonar er verkið á áætlun og allar horfur á að virkjunin klárist á tilsettum tíma, fyrir árslok 2013. Stofnkostnaður er áætlaður um 26 milljarðar króna. Miðað við það verð, sem Landsvirkjun hefur gefið út að hún treysti sér til að fá í nýjum orkusamningum til stóriðju, gæti verðmæti 585 gígavattstunda raforkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar numið yfir þremur milljörðum króna á ári. Það lítur því út fyrir að virkjunin verði fljót að borga sig upp.
Tengdar fréttir Nýr foss orðinn til við Hrauneyjar Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. 6. júlí 2012 17:45 Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Nýr foss orðinn til við Hrauneyjar Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. 6. júlí 2012 17:45
Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00