Kristrún Heimisdóttir: Þurfum þjóðaröryggisráð Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. mars 2012 19:00 Kristrún Heimisdóttir. Ísland þarf að koma á fót þjóðaröryggisráði svo stórfelldir þjóðarhagsmunir séu ekki leiddir til lykta í skítkasti dægurpólitíkur. Þetta segir lektor í lögfræði sem starfaði innan stjórnsýslunnar í kringum hrunið. Hún telur það alvarlegan galla á íslensku stjórnkerfi hvernig upplýsingum hefur verið haldið frá fólki sem þurfi á þeim að halda. „Það sýnir mjög vel hvað við erum skrýtin að þessu leyti, að þegar herinn fór þá fréttu forystumenn stjórnarandstöðunnar það klukkan hálf sex og hálftíma síðar var það komið í fréttirnar," segir Kristrún og tekur sem dæmi um hvernig mikilvægum upplýsingum sé haldið á fárra manna vitorði í íslensku stjórnkerfi. Það telur hún grundvallarveikleika sem hafi komið þjóðinni í koll í aðdraganda hrunsins. Hún telur nauðsynlegt að skilgreina þjóðaröryggi og koma á vettvangi með fulltrúum ýmissa málaflokka, þar sem menn geti rætt opinskátt lausir undan bankaleynd, trúnaðarskyldu og öðru slíku, til að hafa yfirsýn yfir þjóðarhagsmuni. „Og við kunnum þetta í almannavörnum en kunnum þetta ekki í fjármálaöryggi eða varnarmálum," segir Kristrún. Slíkt þjóðaröryggisráð hefði til dæmis getað útbúið faglegt stöðumat í Icesave málinu, segir Kristrún. „Það tryggði það að þjóðarhagsmunir réðust ekki af skítkastlögmálum smápólitíkar," segir Kristrún. Ítrekað hefur komið fram í vitnisburðum manna fyrir Landsdómi í vikunni að skortur á upplýsingastreymi milli mikilvægra stofnana hafi átt þátt í að villa mönnum sýn á raunverulega stöðu bankakerfisins. En sumir vissu meira en aðrir. Þannig upplýsti Davíð Oddsson í vitnisburði sínum að hann hefði verið nýkominn í sumarbústað laugardag einn árið 2006 þegar þáverandi forsætisráðherra hringdi og sagði að bankarnir færu á hausinn á mánudaginn ef ekkert yrði gert. „Það vissi enginn annar í íslenskum stjórnmálum hvað var að gerast," segir Kristrún. „Hvar hefðu við verið ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar hefði verið upplýstir um míníkrísuna og rannsóknarskýrsla gerð í kjölfarið? Hvar værum við þá? Í miklu betri stöðu, held ég," segir Kristrún og bætir við að lokum: „Þetta er sá veikleiki sem er einkennandi fyrir Ísland og einn af mikilvægari lærdómum hrunsins." Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ísland þarf að koma á fót þjóðaröryggisráði svo stórfelldir þjóðarhagsmunir séu ekki leiddir til lykta í skítkasti dægurpólitíkur. Þetta segir lektor í lögfræði sem starfaði innan stjórnsýslunnar í kringum hrunið. Hún telur það alvarlegan galla á íslensku stjórnkerfi hvernig upplýsingum hefur verið haldið frá fólki sem þurfi á þeim að halda. „Það sýnir mjög vel hvað við erum skrýtin að þessu leyti, að þegar herinn fór þá fréttu forystumenn stjórnarandstöðunnar það klukkan hálf sex og hálftíma síðar var það komið í fréttirnar," segir Kristrún og tekur sem dæmi um hvernig mikilvægum upplýsingum sé haldið á fárra manna vitorði í íslensku stjórnkerfi. Það telur hún grundvallarveikleika sem hafi komið þjóðinni í koll í aðdraganda hrunsins. Hún telur nauðsynlegt að skilgreina þjóðaröryggi og koma á vettvangi með fulltrúum ýmissa málaflokka, þar sem menn geti rætt opinskátt lausir undan bankaleynd, trúnaðarskyldu og öðru slíku, til að hafa yfirsýn yfir þjóðarhagsmuni. „Og við kunnum þetta í almannavörnum en kunnum þetta ekki í fjármálaöryggi eða varnarmálum," segir Kristrún. Slíkt þjóðaröryggisráð hefði til dæmis getað útbúið faglegt stöðumat í Icesave málinu, segir Kristrún. „Það tryggði það að þjóðarhagsmunir réðust ekki af skítkastlögmálum smápólitíkar," segir Kristrún. Ítrekað hefur komið fram í vitnisburðum manna fyrir Landsdómi í vikunni að skortur á upplýsingastreymi milli mikilvægra stofnana hafi átt þátt í að villa mönnum sýn á raunverulega stöðu bankakerfisins. En sumir vissu meira en aðrir. Þannig upplýsti Davíð Oddsson í vitnisburði sínum að hann hefði verið nýkominn í sumarbústað laugardag einn árið 2006 þegar þáverandi forsætisráðherra hringdi og sagði að bankarnir færu á hausinn á mánudaginn ef ekkert yrði gert. „Það vissi enginn annar í íslenskum stjórnmálum hvað var að gerast," segir Kristrún. „Hvar hefðu við verið ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar hefði verið upplýstir um míníkrísuna og rannsóknarskýrsla gerð í kjölfarið? Hvar værum við þá? Í miklu betri stöðu, held ég," segir Kristrún og bætir við að lokum: „Þetta er sá veikleiki sem er einkennandi fyrir Ísland og einn af mikilvægari lærdómum hrunsins."
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira