Innlent

Tíðni ferða Strætó eykst

Vetrarakstur hefst á sunnudaginn með fjölgun ferða.
Vetrarakstur hefst á sunnudaginn með fjölgun ferða.
Vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi viku fyrr en vaninn er og hefst akstur samkvæmt henni á sunnudaginn. Með þessu er reynt að koma til móts við farþega með því að auka tíðni og hagræða í leiðakerfinu.

„Notkun á Strætó eykst jafnan þegar sumarleyfi klárast og skólar hefjast,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.

Helstu úrbæturnar sem vetraráætlunin hefur í för með sér er að leiðir 13, 24 og 28 aka á fimmtán mínútna fresti á annatíma virka daga og allar leiðir sem aka á kvöldin aka klukkustund lengur.

Leiðaáætlun Strætó má nálgast á vefnum á www.straeto.is.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×