Bóndinn á brunastað efins um slökkvistarf 10. ágúst 2012 06:15 Bóndinn á Hrafnabjörgum segir veiðimann hafa kveikt eld með óaðgæslu og síðan laumast á brott. Grafinn var skurður í gær til að hefta útbreiðslu eldsins. Útlit er fyrir rigningu á svæðinu annað kvöld og á sunnudag. Mynd/Hafþór Gunnarsson „Það var maður sem fór að grilla hérna við vatnið og kveikti í og laumaðist svo í burt,“ segir Samúel Sigurjónsson, bóndi í Hrafnabjörgum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi, um upptök eldsins sem logað hefur í landi hans frá því á föstudag í síðustu viku. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur barist við eldinn í Hrossatanga sem gengur út í Laugarbólsvatn í miðjum Laugardalnum. Auk aðstoðar frá þyrlu Landhelgisgæslunnar í fyrradag kom mannskapur í gær frá slökkviliðinu á Hólmavík. Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri segir Laugarbólsvatn og Laugardalsána sem úr því rennur hindra eldinn í að komast yfir í vesturhluta dalsins. Hins vegar hefur hvass vindur úr vestri greitt eldinum leið út dalinn þar sem allur gróður og jarðvegur sé skraufþurr. Þorbjörn segir að tekist hafi að halda eldinum í skefjum. „En hann logar upp aftur og aftur,“ segir Þorbjörn. Í gær var hafist handa við að grafa tveggja metra breiðan og um eitt hundrað metra langan skurð þvert yfir tangann þar sem eldurinn kraumar enn í jarðvegi og gróðri. Þorbjörn segir skurðinum ætlað að afmarka brunasvæðið. „Síðan er ekkert annað að gera en að dæla á þetta vatni,“ segir slökkviliðsstjórinn sem kveður skurðinn grafinn í samráði við landeigandann. Sá hefur hins vegar litla trú á skurðgreftrinum. „Mér finnst þetta tómt óráð,“ segir Sigurjón í Hrafnabjörgum. „Ég tel að þeir ættu að leggja meira kapp í að bleyta þetta og taka sér ekki frí þegar komið er að kvöldi og koma svo kannski ekki fyrr en um tíuleytið daginn eftir þegar hvessir og þeir ráða ekki við neitt.“ Samkvæmt því sem Þorbjörn segir var þó mannskapur á staðnum í fyrrinótt. Á bilinu 20 til 25 manns hafi verið í Hrossatanga í gær með slökkvibíla og dælur auk þess sem von sé á viðbótartækjum. „Við vonumst til þess að geta klárað þetta um helgina,“ segir slökkviliðsstjórinn og bætir við að gengið verði þannig frá skurðinum að hægt verði að græða í sárið aftur. Sigurjón segir að landið sem er brunnið sé um átta hektarar. Það var gróið lyngi, fjalldrapa og grasi. „Þetta var beitiland en það er allt brunnið niður í grjót,“ segir bóndinn. Slökkviliðsstjórinn segir eldsupptökin ókunn en kveður varla um annað að ræða en að eldurinn sé af mannavöldum. gar@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
„Það var maður sem fór að grilla hérna við vatnið og kveikti í og laumaðist svo í burt,“ segir Samúel Sigurjónsson, bóndi í Hrafnabjörgum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi, um upptök eldsins sem logað hefur í landi hans frá því á föstudag í síðustu viku. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur barist við eldinn í Hrossatanga sem gengur út í Laugarbólsvatn í miðjum Laugardalnum. Auk aðstoðar frá þyrlu Landhelgisgæslunnar í fyrradag kom mannskapur í gær frá slökkviliðinu á Hólmavík. Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri segir Laugarbólsvatn og Laugardalsána sem úr því rennur hindra eldinn í að komast yfir í vesturhluta dalsins. Hins vegar hefur hvass vindur úr vestri greitt eldinum leið út dalinn þar sem allur gróður og jarðvegur sé skraufþurr. Þorbjörn segir að tekist hafi að halda eldinum í skefjum. „En hann logar upp aftur og aftur,“ segir Þorbjörn. Í gær var hafist handa við að grafa tveggja metra breiðan og um eitt hundrað metra langan skurð þvert yfir tangann þar sem eldurinn kraumar enn í jarðvegi og gróðri. Þorbjörn segir skurðinum ætlað að afmarka brunasvæðið. „Síðan er ekkert annað að gera en að dæla á þetta vatni,“ segir slökkviliðsstjórinn sem kveður skurðinn grafinn í samráði við landeigandann. Sá hefur hins vegar litla trú á skurðgreftrinum. „Mér finnst þetta tómt óráð,“ segir Sigurjón í Hrafnabjörgum. „Ég tel að þeir ættu að leggja meira kapp í að bleyta þetta og taka sér ekki frí þegar komið er að kvöldi og koma svo kannski ekki fyrr en um tíuleytið daginn eftir þegar hvessir og þeir ráða ekki við neitt.“ Samkvæmt því sem Þorbjörn segir var þó mannskapur á staðnum í fyrrinótt. Á bilinu 20 til 25 manns hafi verið í Hrossatanga í gær með slökkvibíla og dælur auk þess sem von sé á viðbótartækjum. „Við vonumst til þess að geta klárað þetta um helgina,“ segir slökkviliðsstjórinn og bætir við að gengið verði þannig frá skurðinum að hægt verði að græða í sárið aftur. Sigurjón segir að landið sem er brunnið sé um átta hektarar. Það var gróið lyngi, fjalldrapa og grasi. „Þetta var beitiland en það er allt brunnið niður í grjót,“ segir bóndinn. Slökkviliðsstjórinn segir eldsupptökin ókunn en kveður varla um annað að ræða en að eldurinn sé af mannavöldum. gar@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira