Innlent

Brunasvæðið orðið 10 hektarar

GS skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum í gær.
Slökkviliðsmenn að störfum í gær. mynd/ hafþór gunnarsson
Tíu slökkviliðsmenn voru að störfum í Laugardal í Súðavíkurhreppi í nótt og sprautuðu vatni yfir svæðið, þar sem eldar hafa kraumað í jarðvegi í heila viku. Brunasvæðið er orðið hátt í tíu hektarar, en er nú afgirt af Laugardalsá, þjóðveginum, og breiðri rás, sem grafin var milli vegarins og árinnar í gær. Slökkviliðsmenn segja ómögulegt að segja til um hvenær slökkvistarfi lýkur endanlega. Kostnaður Súðavíkurhrepps vegna eldanna nemur nú þegar milljónum króna-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×