Innlent

Uppselt á Iceland Airwaves

Rapparinn Gísli Pálmi spilaði á síðustu Iceland Airwaves-hátíð.
Rapparinn Gísli Pálmi spilaði á síðustu Iceland Airwaves-hátíð. mynd/arnþór
Uppselt er á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem fer fram í byrjun nóvember og hefur aldrei verið meiri ásókn í miða en í ár. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Búið er að selja fimm þúsund miða en um 200 hljómsveitir koma fram víðs vegar um borgina.

Haft er eftir Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, að ástæðan fyrir þessum vinsældum sé vegna þess að hróður hátíðarinnar fari víða um heima en tónleikagestir eru mikið til útlendingar sem hingað koma í þeim eina tilgangi að njóta ljúfra tóna í Reykjavíkurborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×