Innlent

Heilir hafrar innkallaðir eftir að skordýr fundust í pokunum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, í samráði við Heilsu ehf., hefur ákveðið að innkalla af markaði Heila hafra í 500 gramma plaspokum þar sem skordýr, nánar tiltekið bjöllur, hafa fundist í vörunni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsu hefur þegar verið brugðist við og varan fjarlægð úr hillum verslana. Þeir sem hafa keypt vöruna geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt og fengið hana bætta. Verslanirnar sem hafrarnir voru seldir í eru Verslanir Heilsuhússins, Lifandi Markaður, Nettó Njarðvík, Samkaup Úrval Ísafirði, Vöruval Hf Vestmannaeyjum og Heilsuver Suðurlandsbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×