Innlent

Down-hill nýtur sívaxandi vinsælda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi fólks notar brautina.
Fjöldi fólks notar brautina. mynd/ vilhelm.
Töluverð ásókn er í svokallað Down-hill í Skálafelli. Brautin þar var opnuð fyrir tveimur árum en um er að ræða þriggja kílómetra langa fjallahjólabraut með stökkpalli og tilheyrandi. Hjólreiðamenn nota lyftur í Skálafelli til að komast upp á fjallið og hjóla svo aftur niður. Down-hill er nýlegt sport sem nýtur sívaxandi vinsælda. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á stúfana á þriðjudag til að kynna sér um hvað málið snýst. Smelltu hér til að skoða myndir hans úr ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×