Til stendur að leita að þeim sem kveiktu eldana BBI skrifar 10. ágúst 2012 19:21 Mynd/Hafþór Gunnarsson Sveitarstjórnin í Súðavík í samstarfi við lögreglu mun hefja leit að þeim sem ollu sinueldunum sem brunnið hafa í Laugadal í Ísafjarðardjúpi að undanförnu. Að sögn sveitarstjóra er markmiðið frekar að varpa ljósi á það sem gerðist heldur en að gera viðkomandi aðila bótaábyrga. Sveitarfélagið mun þó kanna réttarstöðu sína gagnvart aðilunum. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, telur að kostnaðurinn sem hefur hlotist af slökkvistörfunum sé nú um sjö milljónir króna. Þá er ekki meðtalinn kostnaður við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á svæðinu á miðvikudaginn var, enda verður litið á það sem æfingaflug fyrir þyrluna og Landhelgisgæslan mun því standa straum af öllum þeim kostnaði. Kostnaðurinn mun að líkindum lenda á Súðavíkurhreppi. Ómar hefur þó óskað eftir því að innanríkisráðuneytið hlaupi undir bagga með sveitarfélaginu. Starfsmenn þar segja að slík bón verði tekin til skoðunar í ráðuneytinu. Nú er talið að eldurinn hafi kviknað 2. ágúst út frá grilli. Talið er að einhverjir aðilar hafi verið að veiðum í Laugabólsvatni í leyfisleysi þann dag. „Það eru vitni að því að eldur hafi kviknað þá út frá grilli. Þeim tókst þá að slökkva, en líklega ekki nógu vel með þeim afleiðingum að eldurinn tók sig upp daginn eftir," segir Ómar en segir að enn sé ekki vitað hverjir þarna voru að verki. „En við erum byrjaðir að fikra okkur að því marki að finna þá," segir hann. Ómar telur mikilvægt að reynt verði að draga lærdóm af atburðunum. Ef viðbragðsáætlun við sinueldum hefði verið til staðar hefði mögulega mátt kæfa eldana í fæðingu. „Við horfðum t.d. á ákveðnum tímapunkti yfir svæðið. Það var hvergi eldur og við héldum að þessu væri lokið. Svo hvessir og þá bara kraumar svæðið," segir Ómar. Hann grunar að það hefði verið til bóta ef menn hefðu haft viðbragðsáætlun tiltæka. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Sveitarstjórnin í Súðavík í samstarfi við lögreglu mun hefja leit að þeim sem ollu sinueldunum sem brunnið hafa í Laugadal í Ísafjarðardjúpi að undanförnu. Að sögn sveitarstjóra er markmiðið frekar að varpa ljósi á það sem gerðist heldur en að gera viðkomandi aðila bótaábyrga. Sveitarfélagið mun þó kanna réttarstöðu sína gagnvart aðilunum. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, telur að kostnaðurinn sem hefur hlotist af slökkvistörfunum sé nú um sjö milljónir króna. Þá er ekki meðtalinn kostnaður við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á svæðinu á miðvikudaginn var, enda verður litið á það sem æfingaflug fyrir þyrluna og Landhelgisgæslan mun því standa straum af öllum þeim kostnaði. Kostnaðurinn mun að líkindum lenda á Súðavíkurhreppi. Ómar hefur þó óskað eftir því að innanríkisráðuneytið hlaupi undir bagga með sveitarfélaginu. Starfsmenn þar segja að slík bón verði tekin til skoðunar í ráðuneytinu. Nú er talið að eldurinn hafi kviknað 2. ágúst út frá grilli. Talið er að einhverjir aðilar hafi verið að veiðum í Laugabólsvatni í leyfisleysi þann dag. „Það eru vitni að því að eldur hafi kviknað þá út frá grilli. Þeim tókst þá að slökkva, en líklega ekki nógu vel með þeim afleiðingum að eldurinn tók sig upp daginn eftir," segir Ómar en segir að enn sé ekki vitað hverjir þarna voru að verki. „En við erum byrjaðir að fikra okkur að því marki að finna þá," segir hann. Ómar telur mikilvægt að reynt verði að draga lærdóm af atburðunum. Ef viðbragðsáætlun við sinueldum hefði verið til staðar hefði mögulega mátt kæfa eldana í fæðingu. „Við horfðum t.d. á ákveðnum tímapunkti yfir svæðið. Það var hvergi eldur og við héldum að þessu væri lokið. Svo hvessir og þá bara kraumar svæðið," segir Ómar. Hann grunar að það hefði verið til bóta ef menn hefðu haft viðbragðsáætlun tiltæka.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira